Frábærar bælingar, ég ælta reyna að svara.
Hvað er ást?
-Held að ást sé einhverskonar blanda af dýrkun, þrá eftir að að vera viðurkendur og sjálfsviðleitni.
Er ást eitthvað sem við fæðumst með eða er ást eitthvað sem maður þróar sjálfur?
Ok, ást er pottþétt eitthvað sem maður fæðist með.
Hafiði séð hvernig ungabörn horfa á mæður sínar, það er ást. Ást er ein af eiginleikum okkar til að komast af. Því meir sem þú getur gefið og tekið á móti því meiri lífsmöguleika/tækifæri áttu. Hins vegar er ég viss um að við uppeldi mótast þú af hverjum þú verður ástfangin og eins getur uppeldi og reynsla dregið úr eða bætt hæfni við að elska og vera elskaður.
Hvað er samband?
Samband er einhver óskilgreindir samningar sem fólk mótar sín á milli.
Hvað leiðir fóllk saman?
Reynsla, uppeldi, hvar þú ert staddur í lífinu, fyrirmynd og spenna.
Hvaða orka er það sem blindar fólk?
Ég held að orkan sé fyrst og fremst óttin við að verða hafnað, þrá eftir viðurkenningu og svo einhver staðfesta sem hefur myndast á lífsleiðinni um að einhver aðili með ákveðna persónuleika sé sá eini rétti.
Er ást til?
Ójá og hún er mjög nauðsynleg, án ástar er maður ekkert. Og hún er ekkert bara hjá okkur heldur hjá öllum spendýrum og fuglum, veit ekki með skrið-, skordýrum og fiskum.
Án ástar frá fjölskyldu eða annars getur barnið ekki alist upp. við höfum meðfædda eiginlega til að vera elskuð og elska aðra.
Hvaðan kom hún og afhverju er hún hér?
Úff, þetta er erfið spurning, en eins og ég sagði áðan þá tel ég ástina vera hæfni til að komast af, líkt og að borða, sofa, hreyfa sig, hugsa ofr.
Hef ekki hugmynd hvaðan hún kom, frekar en ég hef hugmynd hvaðan við komum.
Hvernig beitir maður henni?
Það er líka erfitt að segja til um og ef einhver veit það væri ég til í að fá uppskriftina. Mig langar nefnilega í svona pottþétta ást sem endist alltaf. En ég held þetta sé spurning um að halda jafnvægi, að báðir aðiliarnir séu jafn hrifnir, sameiginleg reynsla, svo nátturulega virðingu og traust.
Hvernig gerist þetta?
Örugglega jafn misjafnt og fólkið er.
Ég hef farið í sambönd þar sem við byrjuðum í þvílíkum hita, virkileg þrá, augnsamband, þú veist handasnertingar ofr.
Ég hef líka farið í sambönd sem byrja á virðingu, spjalli, og svona í rólegheitunum að skoða málið.
Veit ekki hvort er málið.
Held samt alltaf að fyrsta skrefið sé að taka áhættu og þora.
Afhverju lætur ástin þig líða þannig að þú eigir að gera hvað sem er fyrir þann sem þú elskar?
Það er sterkasti eiginleiki ástarinnar, þannig kemst fólk af, því að aðrir gera hvað sem er fyrir mann, landið sitt, börnin sín, áhugamálin sín eða bara hvað sem þeir elska.
Þetta er pottþétt ekki geðveiki en auðvita getur ást snúist upp í þráhyggju.
Þú losnar ekki við svona ástarsorg nema að sætta þig við sjálfan þig og hvað þú ert að gera.
Að þú sért ekki minni maður en sá sem þú elskaðir.
-þú getur t.d. unnið þér inn punkta með menntun, góðum árangri í vinnu eða á líkama. Eitthvað svoleiðis.
Það er nefnilega höfnunnin sem fer með mann.
Well held að ég sé búin að svar þessu eftir bestu getu.
Endilega komið með komment á þetta hjá mér og kannski einhverjar pælingar út frá þessu;)