Ég var svona að pæla, hvað er þetta með þetta markmið að eiga kærasta/u eins og það sé bara skylda að vera í sambandi nú til dags, maður er að heyra þetta frá stelpum á manns aldri, þær sækjast eftir sambandi og ekkert meira um það að ræða.
Síðast þegar ég vissi þá kynnist maður einhverjum skemmtilegum og aðlaðandi og “þá” kannski sækist maður eftir frekari sambandi með þessum aðila.
Og fær þá þrá sem er ekki fölsk eins og hin, bara lífsnauðsyn að vera í sambandi :/
Mér finnst allavegana að maður eigi bara að lifa í núinu, og skemmta sér þar og ekki vera svona hræðilega meðvitaður um hvað manni “ber” að gera, allavegana eftir reglum unglingsambands sem er svo oft það að vera eins og hinir og eitthvað eins og með svo mikið t.d. föt og því um líkt.
Málið er svo oft bara að vera “inn” eins og svo oft :)