Þegar ég byrjaði á þessari grein var ég ekki alveg viss um hvernig ég ætlaði að koma þessu frá mér sem mig langar að segja. En ég vona að þið kæru lesendur skiljið hvað ég á við og úr þessu verði jákvæð umræða laus við allt skítkast.

Ég er með kenningu um það af hverju mörg sambönd í dag enda með framhjáhaldi eða fara bara einfaldlega í vaskinn eftir mjög stuttan tíma. Ástæðan er að ég held mjög einföld. Við erum einfaldlega orðin uppfull af ranghugmyndum sem hefur verið komið í hausinn á okkur af bíómyndaframleiðendum, rithöfundum o.s.frv. Ég er alls ekki að segja að við eigum að leggja niður menningu eins og við þekkjum hana síður en svo. Því meira því betra. En það sem flestir gleyma því miður að átta sig á, þegar þeir sjá t.d. sambönd í bíómyndum, er það að við fáum bara að sjá valin augnablik úr lífi þeirra sem myndin fjallar um þ.e.a.s. þau augnablik sem koma sögunni eitthvað við. Hið raunverulega líf er ekki svona þægilegt að við getum bara valið þau augnablik sem okkur langar að upplifa. Við verðum að upplifa þau öll. Þetta gerir það að verkum að flestir gefast upp þegar mesta spennan og hitinn er farinn. Hjá flestum er það eftir svona 1-12 mánuði. Það sem fólk grípur til þegar spennan er farin er það að það endar sambandið eða heldur framhjá því það hefur ekki kjark í að enda það.

Önnur megin ástæða þess að sambönd í dag endast yfirleitt ekki lengi er sú að allt of margir, í mjög mörgum tilfellum stelpur, eru að búast við því að hinn aðilinn taki skrefin sem þarf að stíga. Til þess að sambönd virki til lengri tíma þurfa báðir aðilar að vera virkir. Í stað þess að bíða eftir að hinn aðilinn stígi það skref sem þú ert að bíða eftir þá eru alveg góðar líkur á því að sá hinn sami sé að bíða eftir því að þú stigir þetta sama skref. Þetta getur svo orðið til þess að sambandið slitnar vegna þess að báðir aðilar eru að bíða eftir því að hinn stigi skrefið. Þannig að það er betra að stíga en bíða. En lífið er ekki dans á rósum og það er gullni meðalvegurinn sem gildir í þessu sem og öðru. Það sem ég meina með því að ef þú stígur öll skrefin því þá ert þú farin að stjórna sambandinu og í mjög fáum tilfellum virkar það til lengri tíma.

Hvað er til ráða? Erum við dæmd til að eiga í stuttum stormasömum samböndum og eyða svo ævinni ein? Síður en svo við þurfum bara að fara að hugsa sjálfstætt og treysta frekar á innsæið og eðlishvötina í stað þess að rifja upp hvernig þetta vandamál var leyst í bíómynd sem við sáum eða bók sem við lásum.

oracius