hvað ef maður vill ekki verða ástfangin…
svo hittir maður einhvern og byrjar á því að vera vinir eða kannski bólfélagar og þá allt í einu verður maður ástfangin, hvernig kemur maður í veg fyrir, að sökkva ekki dýpra í tilfinningar sínar???
maður hefur ekki tíma fyrir það að vera ástfangin og svo kemur einhver og skemmir allt fyrir manni, af því þessi einstaklingur er svo yndislegur og vekur hjá manni tilfinningar sem ekki eru velkomnar.
þessi einstaklingur er góður vinur og maður segir við sjálfan sig ekki hugsa um þennan aðila og hvað gerir maður… hugsar og hugsar… um það sem ekki má. á maður að hætta að tala við þennan vin sinn eða reyna að loka á allar tilfinningar sínar???
er það rangt að vilja ekki verða ástfangin…..
er verið að refsa manni fyrir það að vilja það ekki með því að láta mann falla fyrir einhverjum einstaklingi…
G