Ég er 16 ára og var búin að vera með strák í næstum 3 mánuði, þegar hann sagði mér upp í gegnum sms!!! Þetta var búið að ganga mjög vel fannst mér nema það voru smá vandamál sem var alveig hægt að tala um og laga. Í smsunum sagði hann meðal annars að hann vildi alls ekki missa mig alveig, og elskaði mig enþá og vildi að við værum vinir. Daginn eftir var afmæli hjá sameiginlegum vini og mættum við bæði í það, þegar ég hafði verið þar í nokkurn tíma kom ég að honum þar sem hann var að reyna við aðra stelpu(Þetta var daginn eftir),hún sat ofaná honum og hann var að káfa á henni og eithvað. Hann sendi mér svo sms daginn eftir og sagði fyrirgefð hvað hann hafði verið ömurlegur. Og sagði að hann væri ekki svona venjulega, og við ákváðum að vera vinir (ég hélt að vinir töluðu saman) eftir þetta erum við ekki búin að tala mikið saman. Ef hann elskaði mig svona mikið, fer maður þá strax að leita að nýrri?
Ég veit að hann er búin að vera að hitta stelpuna eithvað eftir þetta, en hef ekki hugmynd hvernig það gengur.'Eg er búin að reyna að hringj í hann en hann gleimdi símanum hjá frænku sinni, eða svo sagði hun, og svo er hann búin að vera að læra undir próf. Ég er búin að komast að því á þessum tíma á meðan að við erum ekki saman að ég elska hann miklu meira en ég hélt ég gerði. Og búin að reyna að hafa samband við hann til að seigja honum það en það er einsog hann vilji ekki tala við mig.
Hvað finnst þér að ég ætti að gera? Halda áfram að reyna að ná í hann, eða láta hann bara í friði?
——————————————