Málið er að í fyrrasumar þá hitti ég strák á svona sumarhátíð og hann var geðveikt góður og geðveikt skemmtilegur við mig, og hann var ekkert rosa fullur þannig að það var kannski eitthvað hægt að marka það…
En allaveganna,hann er eiginlega fyrsti strákurinn sem ég hef verið með og þess vegna er hann svolítið sérstakur í mínum huga.
Ég varð frekar hrifin af honum eftir þetta og hugsa enn um hann…
Þetta var sko besti dagur lífs míns, ef ég á að segja eins og er. Þetta var alveg frábær stund..Sorry hvað ég er væmin!!
En allaveganna, þegar þessi hátíð var búin þá fór þessi tiltekni strákur þar sem hann átti heima og ég varð eftir, og hugsaði mjög mikið um hann og geri reyndar enn eins og ég er búin að segja..
Og ég var að pæla, þó að það sé langt síðan þetta skeði, hvort ég eigi að hafa samband við hann aftur? Sko, ég er með númerið hans en hann veit ekki mitt, og hann fer örugglega aftur á þessa hátíð aftur.
Hvort sem að ykkur finnst þetta langsótt eða ekki, viljiði þá segja ykkar álit á þessu? Það væri gaman að sjá hvað ykkur finnst um þetta allt saman, því að ég bara veit ekki hvað ég á að gera. Samt er þetta ekkert rosa mál, ég verð ekkert rosa leið ef að þetta er eikkað vonlaust, ég vil bara forvitnast smá og athuga hvenrig ykkur líst á þetta allt saman :)
Takk fyrir
Kveðja,
friend
Ég finn til, þess vegna er ég