Komið þið blessuð og sæl.
Eftir frekar misshepnaða grein um nýju Nintendó tölvuna, hef ég ætlað mér að vinna upp smá af minni töpuðu virðingu hérna á Huga, með nokkrum nöldur-kenningum varðandi sambönd og fleira.

HÖZZLA:
Ég vill nota þetta tækifæri að segja að mér finnst hugtakið að “hössla” alveg ömurlegt og fólk sem skrifar það “hözzla”, ennþá ömurlegra. Ég hef pælt soldið í þessu og mér finnst hözzlun asnalegra og asnalegra í hvert sinn sem ég heyri það.

Hvað felst í því að hözzla? er maður einhvernvegin öðruvísi en þegar maður er venjulegur? talar maður eða hegðar sér öðruvísi heldur en venjulega?

Fyrir mér er hözzlun bara orð yfir að eithvað face sem maður fer undir í von um að fórnarlambið fatti ekki, að þessi slísí pick-up lína sem maður var að gubba upp úr sér, stendur aftan á nýasta tölublaði af Andrés Önd.

Ég las í einhverju blaði, “10 öruggar leiðir til að hözzla stelpur” og ég varð mjög svo dapur yfir því að sjá þetta. Þetta hljómar eins og maður sé að pretta einhvern til að líka við sig. Svo vill ég láta það í ljós að það er akkúrat svona hugsunargangur sem bíómyndir eins og “Enough” og “Sleeping with the enemy” byrja á

Þess vegna finnst mér alveg ömurlegt að heyra hálf-fullorðið fólk nota þetta orð í tíma og ótíma.
Ekki er það nú betra, fólkið sem fellur fyrir svona sýndarmennsku. Það er það sem ég kalla yfirborðskenndar persónur.


SKÓLABÖLL:
Það getur vel verið að ég sé soldill grumpy félagsskitur, en ég er mjög á móti skólaböllum.
Þegar maður pælir í því þá eru skólaböll mjög stór partur af félagslífi margra íslenskra ungmenna í dag, en það sem maður pælir ekki í er, afhverju?

Séð frá mínu sjónarhorni, get ég ekki fundið neina ástæðu til að stunda skólaböll frekar en eithvað annað.

Á skólaböllum eru nákvæmlega sömu persónur og maður umgengst dagsdaglega og í nákvæmlega sama húsnæði og maður var í fyrir nokkrum klukkustundum. Það eina sem hefur breist, er að krakkarnir eru komnir í önnur föt og allt annan atítúd, sem er ekki frábrugðið því sem fólk gerir þegar það fer út í bæ að “hözzla”.

Nema að hérna þekkja alllir alla, þannig að ég stend bara út í horni, horfi á fólkið í kringum mig og hugsa: “Hvern eru þið að reyna að blekkja?”

Jako