Dísis… hvað er að??? Af hverju get ég bara ekki… ég veit ekki einu sinni hvað… Ég og góð vinkona mín ákváðum að hittast til þess að … sem var allt í lagi, en svo er hún búin að vera hjá mér alla helgina og ég er að falla fyrir henni!!! Þetta er alveg geðveikt fáránlegt, en málið er að mér líkar svo rosalega að vera með henni, mér líður vel, er sáttur við það, en ég veit samt að það á ekki eftir að ganga. Það er löng og skrýtin saga á bakvið það. Ég er búinn að segja henni hvað mér finnst… og henni líkar vel að vera með mér… en samt hefur hún ekkert kommenterað á þetta. Hún er búin að sitja í kollinum á mér alla helgina og ég get ekki hætt að hugsa um hana. Af hverju verður maður alltaf svona ástfanginn…? svona OF ástfanginn??? Ég er hreinlega bara að farast út af þessu… svo vegna vinnu okkar þá hitti ég hana líklegast ekkert fyrr en um næstu helgi… og það er bara of langt þangað til! Hún vill ekkert samband, en samt vill hún vera með mér… og það er geðveikt erfitt að vera að upplifa svona tilhugalíf án þess að vita hvað verður um það… skiljiði? En allavegana þá vantar mig smá hjálp með þetta… ÉG ætla samt að taka því aðeins rólega… hugsa minn gang… en ég veit að kynlífið hefur ekkert með þetta að gera, þannig að þetta er ekki vegna þess að við sváfum saman um helgina…
Hjálp…
Gromit