Ég veit ekki hvort þessi grein ef grein skal kalla, hafi neinn sérstakan tilgang, en mig langaði bara til að rita niður nokkur orð.
Hafiði hugsað með ykkur þegar þið eruð ein hvað þið mynduð vilja hafa einhvern hjá ykkur?
Einhvern til að deila stundum ykkar með, ykkar lífi.
Einhvern trúan og tryggan sem elskar þig jafn mikið og þú elskar hann/hana?
Liggja við hliðina á, halda utan um, hlegið með og átt gott spjall við?
Þetta hef ég verið að hugsa um núna undan farið.
Ekki það að ég geti ekki verið ein, maður verður bara einmana…allavega ég hef ég orðið það uppá síðkastið.
En ég er hrædd um það að verða svikin og særð.
Ég kynntist tveim strákum fyrir stuttu. Ekki báðum i einu, en það leið ekki mikill tími á milli.
Ég var ekki með þeim, en það voru tilfinningar i spilunum hjá mér og var mér sagt að það væri gagnkvæmt.
Reyndar var ég ekki á leiðinni að vaða út í neitt, var áður i erfiðu sambandi og lengi að jafna mig.
En þeir fengu mig til að trúa því að þeir vildu mig og einungis mig og sannfærðu mig um það.
Nema það að endar það ekki þannig að báðir tveir hætta svo að hafa samband við mig, en ég tek fram að þetta var ekkí á sama tíma.
Fyrst var það einn, svo var það annar stuttu eftir….
Það var svona eins og ég væri slegin tvisvar í einu höggi ef þið skilið hvað ég meina.
Það heyrðist ekkert í þeim, ekki múkk…þegar ég ætlaði að hafa samband þá, var ekki svarað.
Búið að lofa manni hinu og þessu svo er allt svikið og maður stendur eftir ein og skilur hvorki upp né niður?
Hvað gerði ég? Af hverju var ég svona mikill ansi og treysta þeim?
Þetta hugsaði ég um, oftar en einu sinni.
Allavega þá núna þá er ég rosalega tortyggin i garð karla. Ég vil finna einn góðan, en eftir þetta þá á ég erfitt með að treysta þeim.
Af hverju gerir manneskja eða réttara sagt manneskjur svona?
Draga mann til sín, lofa manni, fá mann til að treysta, trúa og virkilega þyrkja vænt um hann, en svo láta ekkert heyra í sér?
Hverfa bara eins og dögg fyrir sólu.
Allavega vil ég bara spyrjast hvort það séu ekki alveg örugglega strákar þarna úti sem eru trúir og tryggir?
Þá meina ég bara einhverjir góðir strákar, geta fengið mann til að hlægja og eru hreinskilnir?
Eða þarf maður alltaf að vera tortryggin?
Hafa einhverjir fleirri lent i svona?