Jæja kæru Hugarar..ég þarf eiginlega á hjálp ykkar að halda því ég er í smá vandræðum..sko..
Í byrjun janúar kynntist ég strák sem er frændi einnar bestu vinkonu minnar. Við kynntumst á skemmtistað í gegnum þessa vinkonu mína. Við náðum vel saman, spjölluðum um allt og ekkert og þegar ég fór bað hann um númerið mitt. Eftir helgina hittumst við svo aftur og horfðum á video. Ég var búin að kvíða mikið fyrir því, af því að ég er oft feimin í þessum aðstæðum. En allt gekk eins og í sögu og strax þetta kvöld fann ég að ég var að falla fyrir þessum strák.
Næstu daga og vikur hittumst við öðru hverju og fórum til dæmis í bláa lónið, tókum videospólur, kúrðum saman og ýmislegt fleira. Það var ekkert kynferðislegt á milli okkar nema smá kossar. Mér fannst ég vera í himnaríki!!!
Svo gerðist það einu sinni svona mánuði eftir að ég kynntist honum að við hittumst á djamminu niðri í bæ. Við fórum heim til hans og kjöftuðum og enduðum svo inni hjá honum..and you know the rest.. ;) Allavegana..svona gekk þetta nokkrar helgar í viðbót. En munurinn á okkur og á mörgum öðrum bólfélögum var sá að við þekktumst ágætlega og náðum vel saman og gátum talað um nánast allt. Það eina sem var slæmt var það að ég var orðinn yfir mig hrifin af honum og hann var byrjaður að gefa í skyn að hann væri ekki tilbúin í samband (hann lenti illa í því síðast..)
Málið er að fyrir svona 1 1/2 mánuði varð ég mjög sár út í hann. Ég frétti nefninlega að hann væri að sofa hjá mörgum öðrum stelpum og fannst það sárt því hann sagði alltaf að ég væri sú eina. Vinkonur mínar sögðu mér oft að hann væri hözzlandi hálfan bæinn og ég hafði enga ástæðu þannig lagað séð til að trúa þeim ekki þannig að ég hætti bara alveg að hafa samband við hann. Vinkonurnar sögðu að það væri gott hjá mér en samt leið mér illa. Þær höfðu samt engar sanninir fyrir að hann væri að sofa hjá öðrum stelpum þannig að ég fór að efast um það sem þær sögðu og fór að svara í símann þegar hann hringdi.
Núna er ég búin að þekkja hann í 4 mánuði og er enn mjög hrifin af honum. Við erum farin að hittast aftur en vinkonurnar halda enn að hann sé með öðrum stelpum. Ég hef ekki hugmynd um hverjum ég á að trúa. Hvort ég eigi að tráu einhverjum sögusögnum sem enginn getur staðfest og átt á hættu að missa hann, eða trúa honum. Hann segir alltaf við vinkonur mínar þegar hann hittir þær hvað ég sé nú æðisleg stelpa og hvað honum þyki vænt um mig.
Jæja..hverjum finnst ykkur að ég eigi að trúa? Er hann kannski bara svona góður hözzler og “kann sitt fag” eða er hann að segja sannleikann? Nú eru aðrir strákar farnir að sýna mér athygli..á ég að hafa opinn huga fyrir þeim eða halda í strákinn sem ég er yfir mig hrifin af? Hvað finnst ykkur???
Kv. Anna