Er framhjáhald ok????
Ég er persónulega mjög á móti framhjáhaldi en ég þekki konu sem er búin að vera óhamingjusöm lengi og núna er hún orðin ástfanginn. Hún ljómar alveg hreint af hamingju. Málið er það að maðurinn, sem er alveg jafn ástfanginn og hún, er giftur. Þau eru ekkert ungt fólk… ég myndi halda að hann og afi minn gætu náð vel saman. Þau virðast ekki fela ást sína fyrir neinum og það hreinlega ljómar af þeim. Hann er reyndar ekki héðan þannig að það þekkja hann ekki margir, en það gæti alltaf einhver þekkt hann út á götu. Mér er mjög illa við framhjáhald og finnst það mjög rangt en ég geti ekki annað en stoppað við og hugsað málið þegar ég sé þau. Hvað með þeirra hamingju? Og svo á móti, greyi konan sem bíður heima, hún á ekki svona framkomu skilið. Ég myndi persónulega aldrei vera með manni sem héldi framhjá því þá myndi ég missa svo mikið álit á honum að ég gæti ekki verið með manni sem ég ber ekki virðingu fyrir. Hvað finnst ykkur um svona mál????