Þetta verður kannski löng grein en ég sver að ykkur muni finnast hún áhugaverð.
Allar þessar spurningar um afhverju stelpur eru svona og afhverju gera þær þetta vekja upp margar spurningar um kvennfólkið og afhverju eru þær eins og þær eru.
Er ég byrjaði í skólanum mínum var ég nokkuð snöggur að eignast vini. Ég kynntist 2 stelpum sem kynntu mig fyrir vinkonum þeirra og við urðum að vinahópi. Við vorum 6 í þeim hópi, semsagt ég og 5 stelpur. Við hittumst oft og spiluðum á spil, horfðum á spólur eða spiluðum spunaspil. 4 af þessum 5 stelpum voru miklir feministar og ég fékk að heyra það oft á tíðum. Ef ég sem eini karlmaðurinn í hópnum vogaði að segja eithvað rangt eða eithvað sem þeim líkaði ekki við þá fékk ég að heyra heilu ræðurnar um hversu rangt ég hafði fyrir mér næstu 3 tímanna á eftir. Eitt rangt orð frá mér og allar voru þær sammála um það að karlmanninum skjátlaðist. Já, ég fékk sko oft að heyra hvað karlmenn eru ömurlegir og ég hef hlustað á heilu listana yfir galla okkar heilu tímanna. Ég reyni að verja heiður karlmanna og segji að við erum ekki allir svín en það er ekki auðvelt er 5 málóðar konur allar á sömu skoðun beina orðum sínum að mér einum. Annars höfðum við það gamann við að hlæja úr okkur lungun og spjalla um allt og ekkert. Það hefur verið svona mest alla mína æfi að ég er gagnrýndur en ég gagnrýni ekki neinn. Þessvegna ætla ég að framkvæma smá tilraun er ég lýsi nánar í enda greinarinnar.
Ég er nú í öðrum vinahóp er hinn sundraðist með tímanum og gengur bara vel. Ég er hálfgerður nördi í mér og einnig eru vinir mínir.
Ég veit að ég er ekki mesta augnayndið í skólanum en ég er eithvað til að horfa á. Ég er ótrúlega væminn og það að vera rómantískur er mitt líf og yndi. Eins og ég sagði er ég hálfgerður nördi og er því ekki góður djammfélagi. Ég er sú týpa sem yrði frábær faðir og góður eiginmaður en ömurlegur djammfélagi. Ég er ekki félagskýtur, ég get farið á djammið en ég hef engann til að fara með. Þessvegna kýs ég það að gera það ekki.
Eins og ég sagði þá er ég ekki sætast gaurinn á svæðinu en ég er eithvað. Ég er þannig byggður að sama hvað ég borða og hversu mikið ég fitna ekkert. Og er ég geri t.d. 20 magaæfingar á kveldi í 2 kvöld í röð byrjar að sjást örlítið á mér í vikulok. Málið er að ég er ekki algjör massi er því að ég bæði nenni því ekki og gef mér aldrei tíma í það að þjálfa mig upp.
Konur hafa gagnrýnt bæði mig og okkur karlmenn yfir höfuð svo lengi sem ég man eftir mér. Því ætla ég að framkvæma smá tilraun.
Ég hef ákveðið og ég tel mig hafa vilja í það nú er ég fæ ekki vinnu í sumar(of seinn að sækja um)að í staðinn fyrir að liggja í leti þá er ég að spá í að byggja mig upp í allt sumar. Þannig að ég verð nokkuð vel vaxinn í lok sumars. Ef það verða einhverjar breytingar í kvennamálum eftir þjálfuninna þá hef ég loksins góða og gilda ástæðu fyrir því að gagnrýna kvennfólk. Og mun ég koma með þvílíka sleggjudóma að svoleiðis hefur ekki sést á huga.
Þá loksins get ég komið með góð rök (ólíkt öllum öðrum)fyrir máli mínu er ég ásaka konu að vera grunnhyggin.
Læt ykkur vita að framgangi mála.