Þetta verður löng grein.
Nú eru að verða liðinir 3 mánuðir síðan það endaði og ég er ennþá ekki að ná þessu og engan veginn að skilja hvernig þetta er hægt!
'Eg var í sambandi í 3 ár, sennilega eins og flest sambönd engan veginn fullkomið en að ég hélt var sönn ást í gangi en í rauninni voru öll vandræði sem við áttum tengd því að hún færi út sem au pair árið 2003 og alltaf nálgaðist sá tími.
En þetta var samband sem var þó þannig að hún átti mjög gott samband við fjölkildu mína, við gátum talað saman um allt, kynlífið var frábært og okkur leið alltaf rosalega vel þegar við vorum saman tvö.
Frá því um mitt síðasta ár þó var ég farinn að reyna fjarlægja mig frá henni því ég var raunsær og vissi að þegar h+un færi út yrði erfitt að vera saman ef ekki ómögulegt og reyndi ég virkilega oft að hætta með henni og enda þetta á góðum nótum síðasta sumar, en í hvert skipti var það hún sem vildi ekki sleppa, grét talaði um hversu mikið hún elskaði mig um að við gætum látið þetta ganga og hvað það yrði yndislegt þegar hún kæmi aftur heim að utan, sendandi mér sms,email og hvað annað og alltaf lét ég freistast því jú ég elskaði hana og fannst ekkert auðvelt að fara.
Svona gekk þetta út sumarið við nutum þess að vera saman og tókst okkur stundum að hugsa ekki um framtíðana en meðvitað eða ómeðvitað var maður einvhern veginn alltaf að reyna að fjarlægja sig frá henni vegna þess að í janúar 2003 vissi ég að hún færi út og ég veit allveg hvernig sambönd flest hafa farið sem annað hvort hefur farið út í ár, það er svo margt nýtt og spennandi þar.
En jæja í ágúst flyt ég til Reykjavíkur og það átti að verða endirinn á milli okkar allavega´sjá síðan bara til þegar hún kæmi aftur að utan, en enn vildi hún ekki sleppa,sms,email,hringingar, og bauðst til að borga á móti mér flugfarið ef ég vildi koma yfir helgi og svoleiðis, þegar þarna var komið við sögu var æeg virkilega farinn að trúa henni að hún virkilega meinti allt sem hún sagði því hún hélt áfram að segja það aftur og aftur, að vonandi yrði ferðin fljót að líða, hún vildi stundum óska þess að hún væri ólétt meira segja talandi um það við mömmu mína, ég væri sá eini sem hún gæti hugsað sér að vera með í framtíðinni og hvað allt yrði yndislegt þegar hún kæmi aftur. Svona gekk það fram að áramótum við hittumst einu sinni til tvisvar í mánuði um helgar og ég var virkilega farinn að sannfærast að þetta væri konan sem ég elskaði, konan sem elskaði mig og ég þyrfti ekki að hafa þessar endalausu áhyggjur.
En ok þá kemur janúar hún fer út, áfram heldur þetta sms,email vefmyndavél og símtöl á hverjum degi og þannig er það fyrsta mánuðinn eða svo og hún ennþá að segja allt sem hún hefur alltaf verið að segja við mig, en ég ákveð þó að prófa að við hættum allveg að tala saman í einn mánuð ég meina hún verður nú að reyna að gera eitthvað þarna og nota tímann, enda vorum við líka ‘'Hætt saman’' eins og svo oft áður og ætluðum að sjá hvort við myndum kannski kynnast einhverju fólki og svona, en aldrei datt mér í hug að þó annaðhvort okkar eða bæði myndum gera eitthvað að það yrði eitthvað tilfiningalegt því maður var farinn að trúa virkilega að þetta væri það eina sanna og hvað sem gerðist myndum við vinna okkur úr því eins og við höfðum alltaf gert.
Jæja rúmur mánuður líður ég segi henni að ég hafi farið á date með annari stelpu(sem ég svaf ekki hjá) en einnig hvað ég áttaði mig á við það enn frekar að +eg var bara ekki neitt að fíla það, ég vildi bara vera með henni og virkilega elskaði hana, hún tók þessu vel allavega við mig sagðist ennþá elska mig, hversu mikið hún saknaði mín og hversu mikið hún vildi að ég gæti verið hjá henni og um þetta leiti er ég farinn að allvarlega ýhuga að flytja út,Svíþjóðar eða eitthvað í Danmörku til að vera nær henni en vildi samt ekki flytja of nálægt og skemma fyrir henni ferðina og möguleikann hjá henni að kynnast nýju fólki ég var allveg hættu að hafa áhyggjur þarna að hana langaði að vera með einhverjum öðrum því ég var virkilega farinn að trúa henni, en já ég var bara ákveðinn að ég væri tilbúinn að gera hvað sem er til að láta þetta ganga og ætlaði að biðja hana um að trúlofast mér, því jú eins og hún sagði alltaf hvað það yrði betra þegar þessu tími yrði liðinn og við gætum bara einbeitt okkur af okkur og okkar framtíð án þess að hafa áhyggjur af þessari ferð.
Um svipað leiti fær mamma mín bréf frá henni þar sem hún segist sakan hennar, mín sérstaklega og hvað hún vilji gefa henni barnabarn þegar hún kemur aftur til ‘Islands.
Þá tveim dögum seinna fer hún á ’Islendinga þorrablót þarna í Danmörku, ég hafði nú ekkert spes tilfiningu fyrir þessu því ég skildi allveg að hún vildi kannski vera með strák til að hefna sín eða eitthvað og jú ég hafði rétt fyrir mér, nema hvað það var ‘Islenskur strákur, ég sendi henni sms á sunnudeginum spyr hverinig hefði verið og fæ ekkert svar(hún svaraði alltaf eiginlega strax) já ég bíð og nokkrum tímum seinna kemur hún á msn hæ ég var með strák í nótt var heima hjá honum þegar þú sendir smsið.
Versta martöð mín orðin að veruleika!!
En já núna er hún bara ástfangin af honum, hugsandi um að fara í háskóla þarna úti, og er búin að koma fram við mig eins og hún hefði verið að hætta með strák eftir eins mánaða samband.
Bara ég elska þig ekki lengur, sorry það er örugglega ömurlegt að lenda í þessu og svona þegar tilfingar eru ekki endurgoldnar.
’Eg er búinn að gera allt fór meira segja út yfir eina helgi og þurfti að horfa uppá hana senda sms til hans að segja honum hvað væri í gangi og bara ekki snefill að tilfingum í gangi af hennar part!
'Eg er búinn að ganga í gegnum vægast sagt hreint helvíti undanfarna mánuði og tilfingar mínar hafa farið vægast sagt í allar áttir bara engan veginn búinn að geta höndlað þetta!
'Eg bara virkilega skil ekki hvernig manneskja getur verið svona!!
Eða gert svona!
Það hefur ekki liðið einn einasti dagur sem ég hef getað sleppt því að hugsa um þetta, ég hef hitt aðrar stelpur en það er bara ekki séns að ég geti hugsað mér eitthvað allvarlegt, en samt er einsemdin að drepa mig!
'Eg er fluttur í annan bæ, kominn með nýja vinnu sem ég er ánægður með, sunda ræktina af kappi en einhvern veginn er alltaf eins og hún sé aðal ástæðan fyrir öllu sem ég geri.
Stundum vakna ég og einhvern veginn fynnst að þetta lagist, hún komi heim og við vinnum okkur úr þessu, en síðan kemur veruleikinn og hann er bara þetta er búið punktur.
Hún er bara ástfangin af öðrum manni og ætlar sér framtíð með honum.
'Eg bara skil ekki hvernig hægt er að gera þetta!
Hvernig getur manneskja í ósköpunum gengið úr svona sambandi beint inní annað og bara Slökkt á tilfiningum??
'Eg bara virkilega skil ekki neitt!
Maður reynir að horfa fram á veginn hugsa að það sé björt framtíð framundan, en ég veit allveg sjálfur að ég mun sennilega aldrei þora að leifa mér að verða svona ástfanginn aftur og stórlega efast um að ég geti nokkurn tímann sett svona mikla trú og traust á aðra konu!
Og síðan kemur líka á móti að ég bókstaflega hata að vera einn mér líður ömurlega að eiga ekki kærustu og veit ekkert hvert ég á að beina orku minni.
Þetta er ekkert skemtilegt og ég virkilega skil núna hvað fólk sem gengur í gegnum skilnaði lendir í.
Af hverju er mannskeppnan svona??
Af hverju og hvernig manneskja getur gert svona??
Hæ ef þú ert ennþá að lesa þetta takk fyrir, ég bara varð að koma þessu einhvern veginn frá mér.
Góð ráð vel þeginn.