Ég og kærastinn minn vorum að hætta saman eftir tæp 2 ár, við vorum búin að vera í sambúð síðan í september á seinasta ári. Við eigum allt sameiginlegt, nema kannski hestamennskuna mína =), en hann gerði allt til að sína því áhuga líka…hann gerði allt fyrir mig! En svo kom sá tími að ég var ekki alveg viss um hvert ég vildi stefna í þessu…sambúð og hundur á leiðinni. Hann fann það og talaði um þetta við mig, það endaði með því að ég flutti heim til mömmu og allt í góður okkar á milli. Það eru tæpar 3 vikur síðan þetta var og við erum búin að hittast reglulega síðan, við erum ennþá ástfangin en þorum ekki að byrja aftur saman, við erum hrædd um að særa hvort annað aftur, ef eitthvað þessu líkt kemur uppá aftur. Ég er búin að gera allt sem mér dettur í hug til að vinna hann aftur til mín, ég mætti næstum því nakin með bjórkippu til hans seinustu helgi =) Það er ég sem hef haft samband allan tímann, hann hefur ekki sent mér eitt sms einu sinni. Hvað get ég gert til að fá hann aftur, bara í létt samband, þangað til við vitum hvað við viljum. Getið þið gefið mér einhver rómantísk ráð?
kv, ein örvæntingafull