Jæja nú ætla ég að byrja greinina á að alhæfa svolítið. Hvað er með ykkur stelpur af hverju hætti þið að svara símhringingum og sms-um þegar maður segir hvað manni finnst um ykkur? Maður er búinn að hitta stelpuna af og til í kannski tvær vikur þá lætur maður út úr sér hluti eins og “mér finnst þú falleg, skemmtileg og mér líður vel þegar ég er með þér. Mig langar til að eyða meiri tíma með þér”. Ég er alveg hættur að skilja þetta. Ég er búinn að lenda í þessu núna þrisvar. Endilega þið sem eru með vinsamleg tilmæli bendið mér á hvað ég er að gera vitlaust. Ég er búinn að hugsa þetta fram og til baka og ég held að ég yrði frekar ánægður ef ég fengi svona línu frá einhverri stelpu og myndi láta vita hvað mér fyndist um hana á móti. Sama hvort það væri til að segja henni að við getum bara orðið vinir eða til að segja henni að ég bæri sama hug til hennar. Er ég kannski einn um að finnast það kvikyndisskapur að hætta alveg að tala við mann?
oracius