Ég er sammála flestum hérna með að rómantík er algerlega einstaklingsbundin, persónulega finnst mér t.d. það að horfa í augun á manninum mínum mjög rómantískt. Það þarf ekkert að segja neitt, bara horfa. Líka bara það að hugsa um hann á daginn, hugsa um hvernig hann kyssti mig í gær eða jafnvel hvar og fá svo fiðring í magann og það bregst ekki að maður brosi út í annað í von um að enginn taki eftir því í vinnunni. (Það kæmi hálf asnalega út) Mér finnst rómantískt að hann kyssir mig ALLTAF þegar hann fer í vinnuna á morgnana, (ég er þá sofandi því hann fer töluvert á undan mér), ALLTAF þegar hann kemur heim og er bara alls ekki spar á kossa sína. Reyndar held ég að ég sé mjög heppinn með hann, hann er svo hlýr en áður kvartaði ég samt um að hann væri bara alls ekki rómantískur. Þá var ég með allt öðruvísi skoðanir á “rómantík”. Mér fannst rómantík ætti að vera fullkominn, aldrei vandræðaleg eða fyndinn. Og að það væri ekki til nema ein eða tvær myndir af rómantík. Hope: Ef þú villt fá rómantík, byðurðu um hana. Þann aðila sem við á. Það segir sig sjálft. Það þýðir ekkert að ræða þetta bara við okkur, þú verður að segja hvað þér finnst. Maðurinn minn hefur ekki alltaf verið svona, kysst mig hæ og bæ og bara margt sem hann gerir í dag gerði hann ekki. Ég var í sambandi sem gékk erfiðlega og hvergi bólaði á rómantík,virðingu eða öðru nauðsynlegu. Eftir það hét ég mér því að ég skyldi í næsta sambandi segja það sem mér fyndist og það snemma. þá sagði ég hvað mér þætti þæginlegt og gott og að sjálfsögðu að ef maður er með manni sem virkilega þykir vænt um mann gerir hann flest til þess að gera mér til geðs og gleðja mig.. Ég geri það við hann. Mér finnst fátt annað betra en að gera eitthvað honum til hæfis innan skynsamlegra marka. Í dag getur HANN ekki sleppt að kyssa mig. Honum finnst það jafn þæginlegt og mér. Það verður að bera sig eftir björginni og láta vita hvers maður krefst af maka sínum. Þetta snýst um að báðir aðilar séu sáttir. Að komast að samkomulagi. Þetta er allavega mín skoðun á þessu máli. Ef maður er óánægður þarf maður að láta vita af því, einhvern sem getur lagað það. Hafðu það gott Hope og gangi þér vel.
Isabelle…