Jæja góðir lesendur hvað finst ykkur um heim rómantíkarinnar á þessari öld. Hreinskilningslega þá finnst mér þetta ekki vera fögur sjón. Rómantík er smá samann að renna niður niðurfallið er framtíðin nálgast. Nú til dags eru sambönd byggð upp og brotin niður á djamminu og allt snýst um að fá sér bólfélaga og fara í bæinn og ríða eða vona að einhver verði nóu andskoti fullur til að sofa hjá manni. Þetta eru sannarlega breyttir tímar. Ég dýrka rómantík og finnst það einna fegurst í heimi hér en unglingar nú til dags eru flest allir á öðru máli. Ef manneskja sýnir svo sem snefil af rómantík er hún hafð að háði og spotti fyrir að vera of viðkvæm eða of meir. Þið hafið örugglega heyrt um eða lesið um tíma rómantíkarinnar sem sagt í kringum 18.öld. Þar réði rómantíkin og kurteisin völdum. Þar snérist allt um herramenn og hefðarfrúr og ef rómantík eða kurteisi var eigi sýnd var maður talinn sem dóni. Bara ef þetta væri svo auðvelt nú til dags að geta sýnt smá rómantík. Ég tek sem dæmi er ég fór með fyrrverandi kærustu mína út að borða út á pizza 67. PIZZA 67!!!!! Þá ásakaði hún mig um að vera of væminn og alltof rómantískur. Hún skammaðist líka yfir því að ég kallaði hana sæta, dúllu og elsku í gegnum sms. Henni fannst það svo ótrúlega hallærislegt. Ef ég hefði sent henni rósir á afmælis daginn hennar, guð hver veit lögeglan myndi finna lík mitt ofaní skurði með miða fastann á mér sem ritað væri á “Of rómantískur”
Endilega segið ykkar álit á greininni og deilið ykkar skoðunum með mér fyrir alla muni. Til þess erum við nú hér.
Og smá tilvitnun hér að lokum “Maður giftist ekki þeim sem maður getur búið með. Maður giftist þeim sem maður getur ekki búið án.”
Þessa tilvitnun fann ég einhverstaðar á netinu ég man ekki hvar.