Sæl veriði öll söml.
Ég varð í haust ástfanginn af vinkonu minni sem ég hef þekkt í gegnum menntaskólann. Hún er falleg, gáfuð og skemmtileg, allt sem maður gæti óskað eftir í kvennmanni. Ég reyndi lengi vel að bæla tilfinningar mínar þar til ég “sprakk” og sagði henni, á mjög klaufalegan hátt, hvernig tilfinningar ég hefði til hennar. Í stuttu máli þá hafnaði hún mér en við höfum haldið áfram að vera vinir. Ég hef aftur á móti ekki getað hætt að hugsa um hana. Hún er það fyrsta sem ég sé fyirir augunum þegar ég vakna og það síðasta sem ég hugsa um þegar ég halla aftur augunum til að fara að sofa. Þess á milli hugsa ég um hana stanslaust. Það er liðinn mánuður og þetta minnkar ekkert. Ég er að hugsa um að leggja á flótta til útlanda og athuga hvort ferðalag um Afríku getur fengið mig til að hugsa um eitthvað uppbyggilegra en stelpu sem vill ekkert með mig hafa.
Þið ykkar sem hafið orðið ástfangin og hrggbrotin, gætuð þið sagt mér hvernig maður kemst yfir það. I could use some hinnts.
Hinn hryggbrotni Biko :(