Góðan daginn gott fólk, ég er hér með vandamál sem ég þarf á hjálp að halda til að leysa. Ég sá stelpu í einni afmælisveislu fyrir ca 2. árum. Ég varð STRAX ástfanginn af henni. Ok, við kynntumst og urðum góðir kunningjar. Við hittumst ekki oft en hvert skipti sem ég sá hana, þá féll ég. Ég var alltaf mjög sár því að ég gat aldrei sagt henni hvernig mér leið. Svo kom að því, ég sagði henni það og ég get sagt ykkur að ég hef aldrei liðið svona illa í lífinu. Hún bar ekki sömu tilfinningar til mín. Ég missti alla gleði úr hjartanu mínu. Mánuðir liðu, ég gat byrja að hugsa um eitthvað annað. Svo sá ég hana eitt skipti niður í bæ með einum strák. Þegar ég kom heim brotnaði ég niður.
Ég vildi að ég gæti farið aftur í tíman og stoppað mig við að segja henni sannleikan (það var fyrir ca. 1 ári). Svo hitti ég hana af og til og hvert skipti líður mér illa. Það er eins og ég hafi ekki áhuga á að lifa lengur, allt er að hverfa úr lífinu mínu og ég virðist ekki geta gert neitt í þessu, mér líður stöðugt verr. Ef þið getið einhvern veginn hjálpað mér með ráðum þá væru þau vel þegin.
Takk Fyrir
Júrófæte