Sælt veri fólkið!
Ég er búinn að vera að pæla í þessu lengi…er til ást við fyrstu
sýn? Ég hallast svolítið að nei-inu en ég vil bara fá þetta á
hreint, svör með góð rök.
En til að ÉG rökstyðji mál mitt svolítið ætla að að hripa niður
nokkur orð um efann hjá mér um að ást við fyrstu sýn sé til:
Ást snýst ekki um útlit. Ég er ekki að segja að ég vilji giftast
sköllóttri konu með bólusótt, það er ekki það. Ást snýst um það
að tveim persónum langar að kynnast hvoru öðru og verða
nánari en þau eru. Þegar ást nær hæsta hámarki þá finnst
sumum gott að leka niður mælinn (framhjáhald). En maður sér
ekki einhvern strák / einhverja stelpu út á götu og vill strax
kynnast honum / henni bara út af því að maður sá hann / hana
!!
Ástin getur ekki orðið til við fyrstu sýn. Maður verður að hafa
a.m.k. talað við mannesjuna og finna hvaða tilfinningar maður
ber til hennar (persónunnar). Ef tilfinningarnar eru sterkar af
löngun í góð kynni þá er það ást. En ef þau eru aðeins daufari
þá langar mann örugglega bara í vin =)
Svarið nú greininni með góðum rkum og helst ekki með “Mér
finnst ást við fyrstu sýn asnaleg” heldur á að rökstyðja mál sitt
og segja Afhverju manni finnst þetta, blablabla =)
LPFAN