Jæja nú er soldið langt síðan ég hef skrifað hér inn :'(, enda er ekkert rómó búið að ské hjá mér, nema eitt, og það er stórt vandamál, sem að er eiginlega ekki rómantík.
Þannig er mál með vexti að besta,besta vinkona mín er með myndarlegum strák, en ég er á lausu eins og stendur, kærastinn hennar á vin (sem ég þoli ekki) þau eru að reyna að koma okkur saman, en hann er allveg sætur en bara alls ekki mín týpa. Þau eru endalaust að nöldra í mér “ váá við vitum að þér líkar vel við Danna (hann heitir það ekki, vill bara ekki segja nafnið) og hann er hrifinn af þér, afhverju látið ekki vaða?”Mér finnst þetta m,jög,mjög pirrandi, enda hvað annað? Ég er búin að segja þeim að ég sé hrifin af öðrum strák, en einhvernveginn þá er eins og þau haldi að ég sé bara að bregða mér undan. Ég þoli þetta ekki! Strákurinn sem ég er hrifin af heldur að ég sé hrifin af Danna, en það er ekki þannig, en hann hélt að ég væri hrifin af sér þangað til að þetta fór af stað og hann varð ógeðslega fúll, því miður!
Síðan vorum við í partý um seinustu helgi (ath. öll nöfnin eru skálduð til hlýfa mér fyrir að aðrir vita hver ég er) ég, Halldóra (vinkona mín sem er með gaurnum), gaurinn sem hún er með(Helgi, Danni og Flosi (sem ég er hrifin af). Ég var að spjalla við Flosa og sagði honum hvernig mér leið (var undir áhrifum áfengis) hann sagðist skilja mig og svona, en það er eins og hann sé bara að falskur, og hafi ekkert skilið mig. Flosi var edrú svo að ég held að hann muni mjög vel eftir þessu. Hann sagði nmér líka að hann væri að deyja úr ást af mér og sæji eiginlega ekki sólina fyrir mér, ég var rosa ánægð og svona, nema núna þá er eins og hann hafi gleymt þessu, eða þori ekki að tala við mig, því að hann er búin að tjá fyrir mér tilfinningar sínar!
Danni er ógeðslega reiður út í mig, og heldur fram að ég sé að halda fram hjá sér (hann heldur að ég hafi verið með sér) en það er ekki rétt!
Hvað á ég að gera?
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá