Hvað varð um ástina?
Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið af hverju enginn endist neitt í samböndum lengur..ég var líka að skoða greinarnar hérna á huga og allir eru að tala um hvað þeim líður illa eftir einhver tveggja mánaða sambönd..en af hverju verða samböndin aldrei neitt lengri? ég get nú kannski ekki sagt mikið..er sjálf á lsusu og svona :) en ég skil ekki af hverju fólk er alltaf að hoppa út í sambönd með einhverjum og einhverjum..maður verður að gefa sér smá tíma held ég..en ég er í smá vandræðum..er búin að vera að dúlla mér með sama stráknum í u.þ.b. 3 mánuði og fara á rómó deit og svona..en eftir að við sváfum saman í síðasta mánuði dó neistinn bara einhvern veginn..ég hitti hann reyndar næstum hverja helgi því við stundum sama skemmtistaðinn og svo er hann frændi bestu vinkonu minnar en vandamálið er að ég get ekki hugsað um neitt annað en hann..við tölum öðru hverju saman en ekki eins oft og við gerðum..við erum reyndar búin að sofa nokkuð oft saman og endum yfirleitt saman eftir djammið en ég vil ekki hafa þetta þannig..annað hvort vil ég allt eða ekkert en ég bara þori ekki að segja það beint út..ég veit líka að hann er ekkert að leita af sambandi..en ég veit að honum þykir mjög vænt um mig og þetta var allt voða krúttlegt hjá okkur í byrjun en það er bara eins og kynlíf eyðileggi allt stundum!! ég vildi að ég gæti farið 2 mánuði aftur í tímann og þá sé ég okkur fyrir mér íbláa lóninu, úti að borða og að kúra yfir videoinu!! en svona er þetta :( hvað finnst ykkur,á ég að hætta við þetta allt saman áður en ég særist meira eða segja eitthvað? (sem gæti reyndar ýtt honum í burtu því hann er búinn að segja að hann vilji ekkert samband)?