Er rómantík til??
Blessuð öll..ég er nú bara ný hérna og er svona að prófa mig áfram.. :) Ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessi rómantík sé til í nútímasamfélagi..ég meina..come on!!! nú gengur allt út á það að pikka einhvern upp á djamminu..finna sér “kúrufélaga”..og svo er þetta líka orðið þannig (því miður) að enginn endist neitt í samböndum lengur!! flestir sem ég þekki hafa verið í samböndum einhvern tímann á ævinni og það er ekki ólíklegt að þeirra lengsta samband sé kannski 3 mánuðir!! svona var þetta nú ekki í gamla daga hmm…. :) en allavegana..ég er einmitt í þessum sporum..hef verið í kannski 4 “samböndum” og það lengsta er hálft ár sem er sorglegt!! og alltaf þegar ég verð skotin í gaur þá er hann annaðhvort nýkominn úr sambandi og ekki að leita að nýju eða þá að hann er algjör hóra og dregur mig um á asnaeyrunum!..eða þannig var þetta en nú er ég orðin aðeins sterkari..vandamálið núna er að ég treysti engum strák!! kynntist einum í janúar sem er mjög góður en hefur komið mjög illa út úr samböndum..við byrjuðum að deita og svona allt í góðu en svo byrjuðu allir að ljúga að mér að hann væri að hözzla hálfa reykjavík!!..ég var nú ekki sátt og lét hann alveg heyra það..en þetta var svo víst allt lygi..við erum ágætir vinirnúna og það er ennþá smá neisti en ég bara meika ekki fleiri svona sundur saman sambönd þar sem allt gengur út á að gera hina manneskjuna öfundsjúka á djamminu og eitthvað rugl!! en hvað finnst ykkur að ég eigi að gera til að finna almennilegan kærasta? og please ekki segja mér að hætta að leita af því að ég er ekki ein af þessum gellum sem fer í bæinn á djammið með það eitt í huga að hözzla..yfirleitt er ég ekkert að leita neitt mikið..en hvar eru allir góðu strákarnir?? og hvar er RÓMANTÍKIN???? :)