Fyrir þremur vikum hætti ég með stelpu sem að ég var búinn að vera með í sjö mánuði. Það gekk allt vel og hún sagðist elska mig og við vorum hamingjusöm og allt í allt voru þetta bestu sjö mánuðir lífs míns. Svo um jólin fer ég út í þrjár vikur og þegar að ég kem heim er hún virkilega köld við mig. Mánuður líður og allt er á niðurleið og svo einn góðan veðurdag segir hún mér upp. Við byrjuðum reyndar saman daginn eftir aftur en það entist ekki lengi, viku eða svo. Hún var alveg virkilega köld og ég hafði það á tilfinningunni að hún vildi helst ekki að ég væri nálægt henni. Þannig að ég fór til hennar eitt kvöldið og sagði henni að ef hún væri hamingjusamari án mín þá myndi ég fara. Ég gat samt ekki skilið af hverju þetta var að gerast og daginn eftir hringdi ég í hana og hún hreytti því í mig að hún væri ástfangin af öðrum strák.
Hefur allt sem gerðist á milli okkar í 7 mánuði verið ein stór lygi?
Ég er svo reyður að það er ekki fyndið og ég missi yfirleitt aldrei stjórn á skapinu. Núna fæ ég köst þar sem að ég verð alveg brjálaður. Mér fyrnst eins og að hún hafi tekið úr mér hjartað og hent því svo aftur í andlitið á mér af því að hún fann annað sem var betra.
Það versta er samt að ég elska hana ennþá of mikið til þess að hata hana. Ég vil ekkert meira en að hún sé hamingjusöm og ég gæti aldrei sagt eitthvað við hana sem að ég veit að myndi særa hana. Þannig að ég reyni að tala við hana af og til og ég reyni að vera áfram vinur hennar en það er óendanlega erfitt og það er óendanlega erfitt að vera án hennar!
Hvað á ég að gera?
Lacho calad, drego morn!