Ok. Ég byrjaði með stelpu í október á seinasta ári, síðan núna í feb þá fór hún til Ástralíu í 10mán, við ætluðum bara að sjá til hvernig mundi fara. Við höfðum á þessum tíma sem við vorum saman alveg löngu búin að segja að við elskuðum hvort annað og svo er/var, því að ég er ekki viss lengur.
Þannig er að síðan hún fór út er ég búinn að vera í stöðugu email sambandi, ég sjálfur er allavega ekki búinn að geta einu sinni hugsað um annað kvennfólk, ég hélt að hún væri jafn hrifinn af mér og ég af henni, síðan fattaði ég áðan að hún er að dúllast með einhverjum gaur úti!… Ég er svo pirraður að ég gæti skallað vegg í 30klst og stungið nálum í gegnum alla puttana á mér… því að mér fannst það meira vera hún sem var að segja, já við munum hvort sem er örugglega ekkert vera með neinum… (útaf því að við erum/vorum svo hrifinn af hvort öðru) Síðan þegar maður er skiptinemi út í Ástralíu vissi ég ekki að maður mundi fara strax í það að reyna við stelpur, sérstaklega þar sem mar á kærustuheima, hélt að maður væri þarna að kynnast nýrri menningu og vera í öðrum skóla og kynnast fólki. En greinilega ekki.
Og ég meina hún segir að það sé smá “Dúttl” í gangi þýðir það ekki að hún sé kominn í samband eigilega, allavega eins og ég skil það. Úff, og ég hélt að hún væri alls ekki svona týpa, strax nær sér í strák.. ég get svarið það að ég er rauður í framann af reiði. Samt auðvitað út af því að hún er farinn í 10mán, er soldið þægilegt að vera frjáls, en einhvernvegin get ég ekki fundist það skemmtilegt í augnablikinu…. Skrýtin Tilfinning. Mest langar mig núna að senda til hennar email um alla hennar galla, ljúga að ég sé kominn með geðveikt flotta og skemmtilega gellu og segja að hún sé feit og ljót… en ég læt það ógert.
Einn í sorg.(it´s a process)