ég bjó erlendis um tíma, og þar var allt önnur menning í gangi. ef maður álpaðist til að missa það útúr sér að allir jafnaldrar manns úr barnaskóla hafi verið komin með mann og börn um tvítugt urðu viðbrögðin aðhlátur. við íslendingar virðumst vera eina vestræna þjóðin þar sem normið er eiga barn og buru en stunda samt fullt nám í menntaskóla (þegar kennarar eru ekki í verkfalli). að vissu leyti er ég samt ósammála, ég fíla mig almennt vel í heilbriðgu sambandi, og mig langar til að kynnast einhverjum. eins og þú er ég vandlát, og flestir þeir karlmenn sem ég kynnist sýna lítinn áhuga. :( annars er nú uppáhalds fyrirlesturinn minn frá ömmu sm er orðin ansi fullorðin (1919). hún spyr mig um íbúðina mína, vinnuna og vinina og námið, hvort ég ætli ekki einhverntímann að klára háskólann og svoleiðis. svo klykkir húna alltaf út með þessu: “já þú verður nú bara að fara að finna þér góðan mann.(og svo kemur afskrift gamallra kærasta), hann ”jón“ var nú svo skrítinn. og þið áttuð svo illa saman.” æ hún er alveg frábær. ég er löngu hætt að hlusta á þennan lestur, enda kann ég hann utanað, og ég veit að hún vill mér bara vel, hún er bara frá allt öðrum tíma og hugsar öðruvísi. mesti þrýstingurinn kemur venjulega frá okkur sjálfum, hvort sem þið viljið viðurkenna það eða ekki. and that´s my two bits´ worth.
-oink oink flop flop-