Langar bara að fá smá viðbrögð. ok here it goes:
Èg er tvítugur drengur. Hef einu sinni orðið “ástfanginn”, held samt þegar ég lýt til baka að það hafi bara verið þessi aldur(var 14-15 ára). Lengsta samband mitt….. ef samband skal kalla entist í 24 tíma um það bil. Hugsa eftir á að það hafi verið mér að kenna. Mjög flókið mál sem ég ætla að halda fyrir sjálfan mig.
Síðan varð ég gífurlega hrifinn af eini stelpu fyrir 3 árum eða svo, ég er enn hrifinn af henni. Hún var með mér í spænsku í menntaskóla og einhverju fleiru. Man eftir einu atviki, við áttum að tala saman um ferðalög og svona. Èg og stelpan spjölluðum saman og svo sagði hún eitthvað um að það væri nú gaman að baða sig í sjónum með mér.(heyrðist mér allavega, kannski var þetta óskhyggja í mér, veit ekki, en hún sagði þetta á spænsku þannig að ég gæti hafa misskilið…).
Èg var alltaf að hugsa um að tala betur við hana en ég var óstjórnlega óöruggur á þessum árum og náði aldrei að mana mig uppí þetta, fannst líka að ég ætti hana ekki skilið. Einhvern veginn of fullkomin… Èg get reyndar ekkert gert í þessu máli fyrr en í sumar. Er í útlöndum…. Hvað finnst ykkur á ég að láta vaða… ef hún verður ekki komin með gaur þegar ég kem heim til Íslands
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)