Já vina mín ástin er sko til. Ég varð einu sinni ástfanginn það illa að það mun alltaf sjást á fasi mínu og sálargangi. Fyrst um sinn hélt ég að aðeins um tímabundna geðveilu væri að ræða, líkt og þegar maður reiðist,grenjar, eða pirrast eitthvað. Neiii ég fór gjörsamlega yfir um ég lét sem að lífið væri ekki til og hefði ekki tilgang nema að ástin mín fylgdi mér ekki og ég henni í blíðu og stríðu. Ég þurfti enga sól, engan mat, enga pening ég þurfti ekkert nema þennan glóandi hnött sem stækkaði hjartað í mér um helming í hvert skipti sem hann birtist, þetta bros sem að minnti mig á það að ég myndi yfirleitt alls ekki neitt og þyrfti þar af leiðandi ekki lengur á heilanum að halda. Ég breyttist í lítinn sykurpúða sem gat allt án þess að hafa hugmynd um afhverju. Ef ég vildi vera fyndinn þá varð ég fyndinn, ef ég vildi vera sexí þá varð ég gjörsamlega ómótstæðilegur, enginn var jafn heppinn og ég. Það eina, hins vegar, sem ég gat ekki það var að vera einn, því þegar maður er ástfanginn þá er manni það gjörsamlega offviða að vera í burtu frá ástinni sinni því annars deyr hún eða breytist í einhverja aðra. Flest fullorðið fólk heldur því fram að ástin þróist og þroskist. Bullshit. Þeir sem halda því fram eru búnir að gleyma þessari tilfinningu eða blokkera hana sökum þess að líf þeirra verður að algerri endaleysu og í raun að stjórnlausri geðveiki ef þeir leyfa ástinni að blómstra alla leið. Þeir breyta henni og hólfa hana niður í gagnkvæma virðingu, traust og tillitsemi. Bullshit því þegar maður er stjórnlaus af ást þá er ekkert sem kemst að nema blómið, vökva blómið elska blómið og ekki fara frá því því annars kemur vindurinn kaldi og frjóvgar það og mengar með fræum sem koma ást ykkar ekki hundskorn við. Ástinn er algjör geðveiki og á að rústa lífi þínu með hamingju sinni þannig að þú þurfir aldrei lengur neitt nema þessa einu ást. En hitt er aftur annað að flestir treysta sér ekkert í svona lagað og hafa í raun mikið meiri trú á því að einstaklingurinn sé einn og því að hann fæðist einn og deyi einn, þeir forðast ástinni því þeim flökrar við því að missa tökin.