Ég tel að maður sé ekki tilbúinn til að stunda kynlíf fyrr en maður er tilbúinn til að taka afleiðingunum. Það getur nefnilega allt gerst. Það er enginn sem segir að maður verði að byrja að stunda kynlíf ungur. Í könnun sem var gerð voru flestar stúlkur sem misstu meydóminn sextán ára og flestir strákar misstu sveindóminn átján ára. Margir sem ég þekki fannst það allt of ungt, hvað þá tólf ára. Mér finnst persónulega fínn aldur ef fólk er tilbúið og nógu þroskað. Ég var sextán og fannst ég voðalega tilbúin þá en núna sé ég að ég var það alls ekki. En ég ætla samt ekki að svekkja mig á einhverju sem er búið og gert og hefði ekki viljað breyta ákvörðun minni þó ég gæti farið aftur í tímann.
En það er margt sem þú verður að huga að:
1. Ertu yfir höfuð orðin kynþroska? Ertu byrjuð á blæðingum? Eru blæðingarnar orðnar reglulegar (því það er erfitt að fylgjast með hvort maður er orðinn ófrískur eða ekki ef þær eru óreglulegar). Eruð brjóstin þín fullþroskuð? Ertu komin með mjaðmir? Ég spyr, er ekki ráð að bíða með að stunda kynlíf þar til maður er orðinn fullþroskaður líkamlega? En þetta er þitt val.
2. Hvað ef þú verður ófrísk? Það þýðir nefnilega ekki að hugsa “svona kemur aldrei fyrir mig” því það getur ALLT gerst. Ertu tilbúin til að fara til foreldra þinna og segja þeim að þú sért orðin ófrísk 12 ára gömul? Ertu tilbúin til að taka ákvörðun um hvort þú vilt fóstureyðingu, ættleiðingu eða eiga barnið? Ertu tilbúin til að verða móðir og ganga með barn í 9 mánuði á meðan þú ert sjálf enn barn? Er ekki margt annað sem þú vildir frekar gera við líf þitt, barnæsku og unglingsár, en að fórna þeim í þetta? Mundu bara að þetta er þitt val.
3. Hvað ætlarðu að gera ef þú færð kynsjúkdóm?
4. Kanntu að fara með smokk? Kann kærastinn þinn að nota smokk?
5. Á þessum aldri eru strákar oft mjög fljótir að fá það og stelpan verður þá útundan og fær það kannski bara alls ekki. Þeir hafa ekki meiri reynslu en þú og kunna kannski ekki að hjálpa þér að fá það. Þú kannt það eflaust ekki heldur. Þú verður að gera ráð fyrir því, á þessum aldri, að kannski færð þú bara alls ekkert út úr kynlífi svona ung. Langar þig ekki frekar að bíða þar til þú og kærastinn þinn eruð nógu þroskuð til að kunna að njóta þess og taka ábyrgð á gerðum ykkar?
6. Ef þú verður ófrísk, heldurðu þá að faðirinn vilji vera með þér áfram og hugsa um barnið með þér? Allt er til, en eins og er hef ég ekki heyrt um neinn strák svona ungan sem stingur ekki af þegar hann barnar stelpu.
Ég gæti haldið svona endalaust áfram en ég vil ekki hræða þig um of. Kynlíf er yndislegur hlutur. En hann getur líka verið hræðilegur ef maður er ekki tilbúinn. Ég mæli með því að þú bíðir þar til þér finnst þú vera orðin líkamlega þroskuð og tilbúin til að taka afleiðingum gerða þinna, hvort sem þær verða afdrifaríkar eða engar. Ég mæli með því að þú gerir það með einstakling sem þér þykir væntum og þykir vænt um þig. Ekki velja þér einhvern sem vill bara ríða og búið, því slíkt getur verið alveg óskaplega sár reynsla. Þú ert kannsi sammála mér en það getur líka verið að þú sért ósammála mér. Þú verður bara að muna að þetta er ekki mitt val eða val vina þinna eða kærasta. Þetta er umfram allt þitt val.
Gangi þér vel!
Kveðja,
divaa