Þannig er mál með vexti að ég á 3 mjög góðar vinkonur. Þær allar eru þær bestu í heiminum. En það er þannig að 2 þeirra eru alltaf að rífast. Við skulum bara kalla þær X og Y. Þær eru báðar með mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum! Svo oftar en ekki þá lenda þær í rifrildi. Það væri ekki frásögu færandi ef þessi rifrildi myndu ekki standa í MARGA daga!
Ég meina ykkur finnst þetta eflaust ekkert en þetta er búið að standa yfir frekar lengi! Ég meina mér þykir rosalega vænt um þær en ég er orðin leið á þessu! Hvað á ég að gera? Á ég bara að segja að ég vilji ekki vera vinkona þeirra lengur???
k.kveðja
thesa
Ástin er sársauki..