Þetta er orðið ágætt! Fyrst af öllu… Krummi það er þetta sem ég er að tala um þegar ég tala um fjölskyldu. Hérna hópar fólk sig saman og stendur með eða á móti hvor öðrum. Þetta átti alls ekki að ganga svona langt. Ég veit að ég er hrikalega væminn stundum (oft ;)) en ég veit allavegana að það er ÉG sjálfur! Það er ágætis tilfinning… svona þér að segja, að vita hver maður er. Ég var bara að reyna að höggva sár á þig með skítkastinu… ætlaði mér það ekki, en mér sárnaði það sem þú sagðir. Það eru að koma jól og ég er ekkert í neinum skítkastsfílíng… þannig að ég biðst afsökunar á þessu skítkasti, og vonast til að semja frið. Ég hef verið að spá í að leita mér hjálpar, ég hef virkilega þurft á því að halda… stundum… en þó ég hafi ágætisvinnu, þá tími ég því ekki að fara að borga fyrir þerapí! Mér er farið að líða mun betur núna… eftir að ég ákvað það sem ég ákvað (sjá seinasta bréf), og það er gott á milli mín og fyrrverandi, þannig að good-bye kvíðaköst og ömurlegheit! Ég er búinn að grafa stríðsöxina… til í að fá mér í pípu :)… Hvað segiru… þú þarft ekkert að verða vinur minn…
Allavegana þá óskum við, ég og sonur minn, ykkur gleðilegra jóla, og vona að þið njótið alls þess besta á næsta ári…
Gleðileg jól
Gromit