Ég er í stökustu vandræðum og mig vantar ráð. Þannig er mál með vexti að það er strákur í skólanum mínum sem ég er soldið að spá í. Hann er ekki sætur (ekki á mælikvarða annara en mér finnst hann sætur) og hann er ekki vinsæll, sem skiptir ekki svo miklu máli ég er ekki vinsæl heldur. En það er ekki vandamálið. Það er þannig að fyrir svona 1 og hálfu ári þá hætti ég með strák sem var rosalega erfitt. Hann var búinn að nota mig og búinn að ljúga mig stút fulla að einnhverju kjaftæði. Síðan þá get ég ekki treyst strákum. Mér finnst ég bara ekki geta það. En mér langar virkilega að kinnast þessum strák (í skólanum) betur. En ég er ekki viss um hvort honum lýst á mig og þá ér ég alltaf að reyna að sýna honum að ég er til! Hvað á ég að gera??
Á ég bara að segja “bæ” við það gamla og halda áfram (ég veit svosem að það er best en ég veit ekki hvernig) eða ætti ég bara að vera stelpan sem læðist með fram vegjum og hrífst af strák sem enginn veit?
Ef einnhver þekkir til svipaðra aðstæðna þá væri það vel þegið að fá smá ráð.
K.kveðja
thesa
P.S.
Svo finnst vinkonum mínum hann ekki sætur og þess vegna þori ég ekki að segja þeim þetta. Ég er svo hrædd um að fá að vita hvað þeim finnst um þetta!!
Ástin er sársauki..