Mér er búið að líða svo illa síðustu daga að ég hef ekki getað komið mér á lappir til að fara í skólann. Ég er 17 ára og er búin að vera með 21 árs strák í nokkra mánuði. Þetta var fyrsta alvöru ástin mín. Þessi strákur var svo góður við mig,hann gerði allt fyrir mig og við elskuðum hvort annað svo mikið. Hann var alltaf að segja hluti við mig eins og: Þú ert ljósið í lífi mínu, þinn að eilífu, ég gef þér hjarta mitt, ég elska þig yfir allt og einu sinni sagði hann að ef við værum aðeins eldri myndi hann biðja mig um að giftast sér.
En það var einn stór galli á þessu öllu saman, hann var búin að eiga heima útí Svíþjóð í nokkur ár og var hér heima til að læra einkaflugmanninn. Fjölskyldan hans á heima hér. Ég vissi alltaf að hann ætlaði að flytja til Svíþjóðar til að klára flugnámið en hann sagði mér að það væri ekki fyrr en eftir ár. Svo ég hélt alltaf að ef við værum ennþá saman þá myndi ég fara með honum eða við myndum bara vera í símasambandi og heimsækja hvort annað þangað til hann væri búinn með námið. Ég er á öðru ári í Menntaskóla núna. En um jólin fór hann að heimsækja vini sína í 2 vikur. Hann var mjög skrítinn við mig allan tímann og hafði mjög lítið samband. Hringdi bara í mig einu sinni, og það var á aðfangadagskvöld og var eiginlega bara leiðinlegur við mig. Hann eyddi jólunum með vinkonu sinni og fjölskyldu hennar. Mér leið mjög illa þessi jól. Svo þegar hann kemur heim segir hann mér að hann þurfi að segja mér svolítið sem hann hati sjálfan sig fyrir að vera að gera. Hann var þá búin að ákveða að flytja til Svíþjóðar eftir 2 mánuði, eða þegar hann var búin að klára námið sitt hér. Hann var búinn að fá íbúð og vinnu þar og allt. Núna vill hann ekki að við höldum áfram að vera saman þangað til hann fer út, eða reynum að halda áfram að vera saman þangað til hann kemur aftur.Það eru 2 ár. Honum finnst ég víst vera of ung og vera að missa að of miklu, en ég myndi halda að það væri mitt að ákveða. Hvað á ég að gera? Mér líður svo illa. Hvað getur maður gert þegar manneskja sem lofar manni heiminn tekur allt til baka og skilur mann eftir einmanna og nánast vinalausan? (því að við eyddum öllum okkar tíma saman og vorum mjög náin, hætti nánast að tala við vini mína og féll næstum því úr skólanum) P.S. við vinnum á sama stað.
Með fyrirfram þökk..Leddie
..I´d Buy That For A Dollar..