þar sem að viðbrögðin við “sætu gjöfinni” voru góðar, ætla ég að deila með ykkur hugmynd að annarri gjöf.
Hún hentar til gjafa handa öllum, ekki bara þeim sem þú elskar heldur einnig vinum, kunningjum og ættingjum.
Þú finnur þér box, það má vera lítið, stórt, hjartlaga, kassalaga, hringlótt eða bara hvernig sem er. Hafðu það með loki :)
Skreyttu boxið að utan til að gera það persónulegra, fallegur pappír, myndir af þeim sem á að fá boxið, mynd af þér, af vinahópnum osfrv henta vel. Englamyndir, myndir af blómum, e-ð sem þú hefur teiknað sjálfur (ef þ´ðu hefur hæfileika :))og bara já látið hugmyndaflugið ráða, þeim mun frumlegara þeim mun skemmtilegra :)
Legðu miða ofan í boxið sem á stendur td: ég hef blásið ofan í þetta box helling af kossum, sagt mörg falleg orð og fyllt það af hamingju og ást sem er ætluð þér. Þegar þér líður illa, saknar mín eða þarfnast stuðnings skaltu opna boxið og finna fyrir því sem ég hef gefið þér.
Það getur verið sniðugt að nota boxið líka sem umbúðir undir aðra litla gjöf eins og td: hring, bangsa, mynd eða það sem ykkur langar til að gefa.
Boxið mun vonandi fylgja þeim sem þykir vænt um það sem eftir er og minna hann á hversu mjög þér þykir vænt um hann/hana :)
Njótið vel og hafið það gott ;)