Í nótt gekk ég ung og nakin til hvílu
og naut þess að vera til.
Úr því að mér var gæfan gefin,
þá geri ég allt sem ég vil.
Ég þarf ekki að spurja um eitt né annað
í auðmjúkum bænarróm.

þó að ég hvíldi með aftur augun,
var eithvað svo bjart og heitt,
líkt og eldur um æðar rynni
og allt væri stjörnum skreitt.
Ég mað það alltaf meðan ég lifi,
að ég mundi ekki,hvað ég hét,
að ég var heit af heilagri gleði,
en heirði þó að ég grét.

Hvorugt talaði eitt einasta orð,
en engu gat hjartað leint.
Aldrei var bros mitt blíðara og jafnt-englahreint.
Aldrei,aldrei fann ég það fyrr,
hve hyldjúpan unað auðmjúk kona
gat elskuga sínum veitt.

Það væra broslegt að yðrast þess eina,
sem allar konur þrá.
Aldrei var lífið eins ljúft og síðan
og loftin jafn-fagurblá.
Áður fannst mér ég fátæk af öllu
og framtíðin auðn og tóm,
en nú á ég hamingju himins og jarðar
og helgasta leindardóm.


þetta samdi Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

hann talar mitt hjarta,þvílíkt skáld.
Hefur einkver ykkar upplifað eitkvað svona fagurt ?