það var strákur að biðja um hjálp á korknum “almennt um rómantík”. Málið er að honum vantar gjöf handa kærustunni sinni en vill ekki gefa henni undirföt, skartgripi eða annað hefðbundið. Ég fékk hugdettu sem kostar lítið og er persónuleg, langaði til að deila með ykkur hinum hugurunum :)
Gefið þeim sem ykkur þykir vænt um bók, ekki bara einhverja bók heldur bók sem þið gerið sjálf :)
Þið kaupið sæta bók með auðum blaðsíðum, betra er að hafa blaðsíðurnar frekar þykkar. Finndu því næst sætar myndir af þér og þeim sem á að fá bókina, myndir frá því þið voruð lítil, myndir af vinahópnum osfrv. Einnig má líma inn úrklippur með mynd t.d. af uppáhalds staðnum ykkar, veitingahúsinu eða bara það sem ykkur dettur í hug. Því næst skaltu skreyta í kringum myndirnar og skrifa e-ð fyndið eða sætt við hverja og eina. Einnig er sætt að skrifa niður ýmsar dagsetningar t.d hvenær var fyrsti kossinn, stefnumótið, eigiði ykkar dag osfrv. Möndliði pínu við bókina og leggið metnað í hana :)
Og strákar ég veit að þið föndrið ekkert sérlega mikið, en þeim mun meira kemur gjöfin líka á óvart. Þetta er góð minning og engin nauðsyn að fylla hana, það er gaman að eiga margar auðar blaðsíður eftir til að fylla út saman eftir því sem líður á sambandið :)
vona að þetta gagnist einhverjum hafið það gott ;)
PS: Strákar þið getið alltaf beðið vinkonur ykkar (eða hennar) um að hjálpa ykkur :)