Órómantískir karlmenn mæ es!
Varðandi greinina “Íslenskir Karlmenn” og þær vangaveltur að íslenskir karlmenn séu einhverjir eftirbátar annarra karlmanna í heiminum hvað varðar rómantík þá langaði mér bara að segja þetta; Það er einfaldlega ekki grundvöllur fyrir öllum þeim rómantísku hugmyndum sem margir íslenskir karlmenn hafa í kollinum (vafalaust vegna ammrískra bíómynda). Það sem ég er að reyna að segja er að þar sem við erum svotil nýkomin úr torfkofunum hérna á þessu frostskeri þá hefur aldrei skapast nein hefð fyrir neinni “alvöru” rómantík (t.d. eins og á ítalíu) og þessvegna kunna margar stelpur einfaldlega ekki að taka því þegar aumingja íslenski karlmaðurinn ætlar að finna upp á einhverju svakalega rómantísku, þær fara bara í skít (þetta er náttúrulega mikil alhæfing en þið vitið hvað ég er að fara..). Og kannski þessvegna hefur þessi hefð ekki þróast nógu mikið til að grundvöllur sé fyrir einhverju rómó-dæmi af okkar karlmanna hálfu. En svo er annað mál þegar útlendingar kíkja í heimsókn.. Allir sem hafa komið á Píanóbarinn vita hvað ég er að tala um..