Þar sem það var nokkuð vel tekið í seinustu grein hef ég ákveðið að deila meiru með ykkur, auk þess er einhvernmeginn rosalega fáir hér að skrifa greinar, ættu fleiri að láta heyra í sér , getur varla gert hlutina verri.

Þessi verður samt sem áður ekki eins löng.

Ég er alltaf að athuga nýja hluti og prufaði um daginn að opna aðeins tilfinningarvegginn(við strákarnir byggjum þetta upp ósjálfrátt) við 2 félaga mína, ég get lítið annað sagt en að þetta virðist alveg hlíta allt öðrum reglum hjá okkur. Bara sekúntubroti seinna eftir að ég kláraði setninguna varð ég fyrir gagngríni, þetta eru mjög góðir vinir mínir og allt en ég fer bara halda veggurinn hjá flestu karlfólki sé orðinn svona hrikalega mikill að þeim detti ekki í hug að víkka aðeins sjóndeildarhringinn sinn nema með manneskju sem þeir treysti gífurlega mikið. Það var ekki fyrr en eftir nokkuð ítrekaðar beiðnir um að þeir gætu nú að minnsta kosti verið hreinskilnir að ég fékk útúr þeim að þeir væru ekki ónæmir fyrir svona hlutum.

Við þetta rann það svolítið upp fyrir mér.

Strákar eru aldir upp þannig að grátur og miklar tilfinningar séu veikleiki(sem það er að vissu leiti, hinsvegar það víst gott að deila þessu sálarinnar vegna). Upp frá unga aldri er mynduð sú mynd að við skulum vera sterkir og að við gætum labbað í gegnum vegg án þess að finna til. Ég held það bæti ekki á það að strákar þurfi að kljást við neitanir oftar heldur en kvenfólk. Einhvernmeginn er reglan sú að strákar eigi frumkvæðið af því að reyna kynnast stelpu og nálgast hana heldur en öfugt, þetta bætir víst á neitunina og getur verið þá mjög gott að eiga vegg til að fela vonbrigðin.

Sem leiðir mig að því að ég tók eftir því að ég er mun opnari og ber mun meiri virðingu upprunalega frá stelpum sem gefa sig að tali við mig að fyrra bragði. Ég meirasegja man mjög vel eftir stelpu sem að ég kynntist nokkuð vel í grunnskóla(sem er langt síðan), aðeins vegna þess að vinkona hennar hafði orð á það við mig að þessi fyrrnefnda væri hrifin af mér og þegar ég spurði hana játaði hún. Það varð ekkert úr því vegna þess að ég hafði ekki neinskonar tilfinningar til hennar en hún hefur einhvernmeginn alltaf eftir þetta verið ein af fáum sérstökum stelpum í mínum huga. Þegar ég hugsa um það eru lang flestar stelpur sem eiga sérstakan stað hjá mér þær sem eru sjálfsöruggar og ég hef ekki átt í neinum vandræðum við að tala við - sama hvað ég segji.
Einhvernmeginn virkar þetta þannig að þegar sumt fólk lýsir áhuga þeirra á manni fyrir okkur þá sjálfkrafa byrjum við að veita henni meiri athygli.

Ég vil nú rétt vona að kvenfólk fari að gera sér betur grein fyrir því hvað það getur verið ánægjulegt að sækjast eftir einhverju og ná því. Að sjálfsögðu skiptir máli hvernig er farið að málunum, svona rétt eins og sá strákur sem mætir sauðdrukkinn uppað stelpu og segjir við hana að hún sé geðveikt getnaðarleg og hann væri til í að ríða henni þá vekur það ekki mikinn áhuga. Hinsvegar ef að sjálfsörugg stelpa kemur að mér og slær upp samræðum er það fyrst kannski örlítið ógnandi en það líður yfir á örfáum mínótum. Kannski er ég einfaldur en það þarf nú lítið meira til en að stelpa gefi upp nafn , smá bros og möguleika á samræðum til að ég sé tilbúinn til að gefa henni mína athygli þangað til eitthvað eða ekkert verður úr því.

Þannig þar sem kvenfólk er nú byrjað að stíga aðeins í heiminn okkar karlanna þá hvet ég endilega fleiri til að gera það, ef maður sækjist ekki eftir því sem maður vill þá endar það með að maður verður að sætta sig við eitthvað minna vegna þess að maður reyndi ekki.

Ég ætla að minnsta kosti að reyna stíga aðeins meira yfir til heims kvenfólks, hvað kemur út á ég líklega eftir að deila með ykkur.

En mig langar líka að segja frá svolitlu skondnu.
Ég hef nokkuð oft heyrt kvartað yfir því að karlmenn eigi til að sofna eftir kynlíf. Nú í tvígang undanfarið hef ég tekið eftir því að þetta er ekki bara við okkur(mér datt í hug að ég sé svona leiðinlegur en uppá sjálfstraustið að gera ætla ég bara segja sjálfum mér að ég sé svona ótrúlega góður í rúminu þangað til ég spyr þær). Ekki skil hví stelpur kvarta yfir þessu , ef eitthvað er þá finnst mér það bara æðislega fallegt þegar stelpa sofnar í örmum mínum, eflaust er hægt að segja þetta sé dónalegt og fleira en þetta ítrekar bara fyrir mér að stelpunni líði vel í návist minni, kannski er ég bara ekki næstum eins tilfinningarþarfur eins og kvenfólk en ég er fullkomlega sáttur við það að stelpan sofni bara.

Hvað er það eiginlega sem ykkur finnst svona óþægilegt við þetta langar mig að vita ?

Kv,
Frjals