Bara til þess að koma ykkur aðeins inní… þá fór þetta ekki allt of vel, hún er komin með bakþanka… þetta er semsagt bréf sem ég er að skrifa henni, bara til þess að reyna að “rectify” allt sem fór úrskeiðis… Þetta er bara endalaust erfitt… Bíð og vona
Gromit
Hæ…!
Ég verð bara að segja þér… sko, þetta sem ég sagði í dag (sun. 10. des.) að það væri allt í lagi… að svona taka því rólegar og allt það, það er bara vitleysa (sem ég sagði)! Ég verð bara að segja þér að mér er farið að líða frekar “shitty” strax. Mér finnst ég vera búinn að missa þig. Ég ætla að leggja öll spilin á borðin strax… ég þarfnast þín bara svo mikið. Ég held að það sé það sem fær mig til þess að geta ekki slakað á í þessu. Málið er bara það, að ég get ekki haldið áfram í lífi mínu, út af þessu. Til dæmis með þessar stelpur… ég hef alltaf verið að leita að þessarri tilfinningu sem dró mig að þér. Ég held að það sé þess vegna sem að ég sé ekki tilbúinn fyrir neina. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá þig fyrst… ómægod! Það er það sem ég er að leita endalaust að núna! Ég held að ég vilji enga aðra, vegna þess að það er engin sem hefur þessi áhrif á mig eins og þú hafðir. Ég er samt ekki að segja að ég vilji aldrei neina aðra… (þ.e.a.s. ef þetta gengur ekkert hjá okkur) það er bara það að það heillar mig engin eins og þú! Málið er líka það að það er rosalega óþægilegt að hugsa til þess að þú gætir orðið hamingjusöm með einhverjum öðrum, það er sárt og óþægilegt. Endalaust væmið… en svona eridda bara. Ég hef ekkert getað hugsað um galla mína og að bæta úr því… vegna þess að það kemst ekki að. Þó að við náum ekki saman, þá hefur það samt glatt mig alveg ótrúlega allt sem þú sagðir. Og það er í raun svona stökkbretti fyrir mig áfram. Ég veit að ég á þig alveg skilið, og með smá hjálp, gæti ég gert þig hamingjusama, en ef það fer ekki svoleiðis þá veit ég að ég á allt gott skilið og það er hlutur sem ég hef ekki verið að sjá. Ég er bara svo háður tilfinningum, og tilfinningin sem við áttum einu sinni, er það sem er að stoppa mig af í öllu… En ég veit að ég hef þroskast, finn það líka sjálfur, og það sem er að éta mig upp að innan er bara þessi efi. Skiluru? Ég get ekki tekist á við eitthvað sem ekki er búið að ákveða. Ég er samt alls ekki að reka á eftir þér. En ég held að það sé málið. Ég verð bara að greiða aðeins úr þessarri flækju, ég held að það myndi bara gera mér gott, að gera svolitla sjálfsskoðun. Ég er líka að hugsa að það verður líklegast destiny ef þú sérð þennan póst ekki fyrr en seint og síðarmeir. Ég vill samt ekki fá svar við honum. Þetta er bara til þess að láta þig vita. En eins og ég sagði, þá get ég ekki sannað mig fyrir þér, fyrr en að þú leyfir mér það… og það er bara þitt að ákveða. Ég vill að þú takir þessa áhættu, því mig langar til þess að verða betri maður fyrir þig. En ég veit líka að maður ræður lítið við tilfinningar sínar, þannig að ef þær eru mér ekkert í vil, þá verður það bara að standa. En mér fannst bara svolítið á þér að þú hefðir lítið álit á mér. Ég skil það svo sem alveg, bara vegna þess hvernig ég var. Ég held nefninlega að þú haldir að ég hafi ekkert breyst, frá því að ég var ömurlegur! Ef það er það sem heldur aftur af þér, þá gerir það það bara, en eins og ég segi, þá get ég ekki sannað mig ef ég fæ ekki tækifæri til þess. Þá á það kannski ekkert að vera! jæja… þetta er svona nokkurnveginn það sem ég ætlaði að segja… En hvernig sem þetta fer allt saman, þá sérðu það kannski fyrr eða síðar að ég er breyttur, og það er fín tilfinning.