Ég vil gjarnan fá að deila með ykkur stærsta hluta lífs míns.
Ég er ástfangin. Og það er fullkomlega endugoldið. Mörgum ykkar finnst þetta kannski ekki svo mikið tiltökumál að vera ástfanginn. En ég er bara svo stútfull af allskyns tilfinningum að ég get ekki komið þeim á neinn hátt útúr mér á skiljanlegan hátt. Svo gefið mér tækifæri ef þetta er ruglingslegt og óskiljalegt.
Við erum ung, við tvö, kannski of ung. En hver segir að aldur skipti máli, að hann ráði úrslitum? Ég segi persónulega að aldur sé hugarástand, afstætt hugtak sem enginn ætti að spá alvarlega í. Ég hélt alltaf að ég væri of ung til allra gjörða og hluta, en Guð minn góður hvað ég hafði rangt fyrir mér. Ástin kom, sá og sigraði mig, fjötraði mig böndum sem ég hélt að væru vond og myndu enda með því að særa mig, en núna vona ég bara innilega að þessir fjötrar losni aldrei, herðist um mig ef eitthvað er. Þetta kom allt svo óviðbúið, svo örruggt og án alls vafa vissi ég að ég elskaði þennan mann strax. Kannski er þetta stórt kveðið og ykkur finnst eflaust að þetta sé of djúp í árina tekið, en ég er ekki að ýkja, ég þarf þess ekki. Þetta kom allt ýkt til mín, svo stórt, svo mikið og svo yndislegt! Ég hafði aldrei verið væmin, aldrei sýnt viðkvæmni, meira að segja hafði ég aldrei grátið. En svo þaut þetta allt um mig, skildi eftir eitthvað sem ég get ekki losnað vil, vil ekki losna við. Núna er ég örrugglega ein væmnasta manneskja sem ég veit um…hlustið á mig hérna for kræing át lád ;). Ég horfi á lífið allt öðruvísi. Ég sé alla liti skýrar, skil fleiri mannlegar hliðar og hugsa meira um sársauka annarra og tilfinningar. En það sem kom mér mest á óvart var sú staðreynd að ég kann að gráta. Ég get grátið! Hlutur sem ég var viss um að ég gæti ekki framkvæmt, hvorki ein eða með öðrum.
Við erum góðir vinir, virkilega góðir vinir. Það er kannski það sem heldur okkur gangandi. Því auðvitað er þetta ekki dans á rósum alltaf. Við búum í sitthvoru landshorninu og hittumst afar sjaldan, en þegar við hittumst þá erum við lengi saman, allavega látum við tímann líða hægar. Það er líka fleira sem spilar inní, hann er að flytja til útlanda eftir áramót og ég að fara sem skiptinemi líka næsta sumar og verð eitt ár. Þannig að það eru hlutir sem við tölum um, og látum okkur kvíða fyrir, en hvernig það fer…veit ég ekki! Ég veit bara hvernig ég vil að þetta fari! Ég er samt bara nýlega búin að átta mig á því að ég vil láta glæðurnar lifa á meðan við erum aðskilin, ég gæti ekki haft það öðruvísi. Ég vildi fyrst, hélt að það væri rétt, að við myndum hætta áður en þetta yrði of sterkt og óyfirstíganlegt fyrir okkur þegar hann færi, og ég líka! Hann var alls ekki samþykkur því, en sagði jafnframt að það þyrfti tvo til, því hann gæti ekki staðið í þessu einn. Og svo í gær þá áttaði ég mig á því að ég vil ekki hætta! Ég elska hann, og að við gætum hætt bara sisvona, ekki möguleiki.
-Ég vil heldur kveljast með honum en án hans!!
Það segir mér enginn að þetta verði auðvelt, það segir mér líka enginn að þetta sé auðvelt núna. En það myndi líka ekki þýða…ég veit núna hvað ég vil og þegar ég veit hluti þá gef ég mig ekki. Ég er hrædd og áhyggjufull en þá hugsa ég um svoldið sem mér var sagt eitt sinn: Öll góð sambönd verða að hafa eitthvað til að berjast og kveljast fyrir, annars vantar eitthvað!
En núna er ég búin að úthúða ykkur með mínum brengluðu en samt örruggu tilfinningum, og vitiði, mér líður miklu betur. Ég vona bara að þetta sé ekki alltof væmið og tilfinningaþrungið.
Takk fyrir að hlusta á mig! :*
Ibba!