Eins og margir hafa minnst á, þá komið þið frá mjög ólíkum menningarheimum. Það ætti enganveginn að koma í veg fyrir að þið gætuð ást en þó skaltu hafa það í huga. Tyrkir vilja ekki, sem þjóðfélagshópur, bara kynlíf og þeir eru ekki allir mannræningjar.
Hvað sem því líður skaltu fara ákaflega varlega í það að hitta hann, eins og með alla þá sem þú kynnist gegnum bréfaskriftir eða á netinu. Sérstaklega vegna þess hve ung þú ert. Ef þú ert ekki þegar búin að því, ættir þú að ræða þetta við foreldra og vini þína.
Ég vil ekki gera lítið úr aldri þínum (og eins og eldra fólk ættir þú svo sannarlega að lifa fyrir og í nú-inu, og fyrir og með fólkinu sem þú elskar núna) en þú átt eftir að verða hrifin af fleiri strákum/körlum, það er svo gott sem er öruggt.
Ef þú ákveður að fá hann hingað til lands, vertu þá viss um að gera það á þínum forsendum. Gerðu skilyrðislausa kröfu um að fá að kynnast honum, ekki í gegnum bréfaskriftir, heldur með því að umgangast hann. Vertu viss um að gera honum fullljóst að hann gangi að engu vísu með því að heimsækja þig. Reyndu að hafa foreldra þína með í þessu.
Gangi þér vel og farðu varlega,
sú.
ES. Ég held það sé oft mark takandi á karlmönnum, ég er einn.