Ég er ekki mikið að fara niður í bæ, enda er ég ílla haldin af kvíðaköstum þegar ég á að fara út að skemmta mér með vinum mínum.
Ég hef þó farið núna 3 niður í bæ á þessu hausti með því að neyða mig út og hef alltaf skemmt mér konunglega og sé ekki eftir að hafa farið eftir á að hyggja. Málið sem mér langar að deila með ykkur er frjálslyndi íslensku þjóðarinnar, Ég fór á Gauk á stöng á föstudeginum og var bara í góðum fíling og er að dansa og gaman og kemur æðislega sætur strákur að reyna við mig og ég verð allveg heilluð, finnst þetta vera svo góður strákur og allt saman og eins og þegar maður er að reyna við einhvern þá segir maður allskyns hluti sem fær mann til að svífa á skýi allavega fyrir stelpu sem hefur enga reynslu af strákum og ég er ekki að segja að þetta sé allt honum að kenna en ég fer með honum heim sem ég geri aldrei og hélt að ég væri búin að næla mér i kærasta enn nei þá var hann bara einn af þeim sem vildi bara fá mann heim að ríða, ég mátti svosem vita það, en loksins þegar manni langar til að trúa að þetta væri stóra breikið að eignast sinn fyrsta kærasta þá skjátlaðist mér hrapalega og mig langar að lifa einlífi þar sem eftir er. Hvernig er þetta hægt að segja að maður sé sætur og allt svona og láta eins og maður hafi áhuga og svo er manni bara hent i burtu eins og hverju rusli, hvernig haldið þið að sjálfmynd mín hafði hrunið meira heldur en hún var. Strákar hafa það yfir okkur stelpur að geta látið gredduna stjórna sér án þess að það séu engar tilfinningar. Ég er ekki að segja að stelpur séu allsaklausar en ég er virkilega sár og langar í ykkar álit.
kveðja feve