Já ég ætla nú að lýsa hér smá pirringi mínum á því hvað konur geta misnotað orð öðru hverju!
Svo er mál með vöxtu að tvær vinkonur mínar þær gera þetta báðar.
T.d. ein vinkona mín sem ég reyndar er mjög hrifin af (því miður er hún á föstu) allavega t.d. á MSN sem við tölumst svoltið saman á þá skrifar hún svona eins og “hvað segiru elskan” eða “ok darling” eða “what you doing honey” bara dæmi sko. í gær þá spurði hún hvort ég hafi verið að pæla í henni ég sagði já. Mér finnst þetta svoltið pirrandi þar sem ég “veit” að hún hefur engan áhuga á mér og hún er á föstu. Svo í sms og svona “hurry up honey” eða “ertu ekki að koma elskan” og dæmi…
Hin vinkona mín er líka svona svipuð, ég veit reyndar að hún var svoltið að pæla í mér. Hún er á föstu núna mjög ánægð. Hún hefur oft sent mér sms eins og hin “hvað segiru krúttí pútt” eða “hvað er verið elskan” bara dæmi sko… svo var ég að tala við hana í símann um daginn og við erum að kveðja þá segir hún bara “Ég elska þig” ég bara rrrrrrrright.. og hún bara “þá átt þú að segja ég elska þig líka” ég gerði það.
En það sem ég er að segja afhverju þurfa stelpur að gera þetta ef þær meina ekkert með þessu?? Hvað er dealið haldiði að maður fíli þetta ef maður veit að maður á engan möguleika í ykkur og þið eruð á föstu o.sfrv. Þetta er mjög pirrandi…
Mér finnst eins og stelpur ofnoti orðin “Ég elska þig”
ég nota þessi orð ekki fyrr en ég meina það virkilega.
Ég beið með að segja minni fyrrverandi það fyrr en ég meinaði það virkilega!
Allavega that´s all i have to say.