Ljós í myrkrinu
Mér finnst svo skemmtilegt, þegar nær dregur jólum og skammdegið hellist yfir okkur, öll jólaljósin í bænum. Það getur verið svo yndislegt að labba um þegar það er farið að dimma og horfa á öll fallegu ljósin sem gefa manni svo mikla byrtu inní lífið. Mér finnst td mjög skemmtilegt að labba í miðbæ Reykjavíkur núna því það er komið svo mikið af jólaljósum. Þar sem ég er að vinna í miðbænum og geng hérna á hverjum morgni gefur þetta mér mjög mikið þegar ég labba þarna í gegn á leið í vinnuna. Svo er það ekki verra að ég hef gott útsýni yfir miðbæinn og get því notið ljósanna út um gluggann í vinnunni! Þetta finnst mér mjög skemmtilegt og þetta veitir mér mikla gleði og hlýju svona í skammdeginu. Og það getur verið mjög rómantískt að klæða sig vel og fara í göngu túr, hvort sem maður gerir það einn með sjálfum sér eða með þeim sem maður elskar. Það þarf oft ekki mikið til þess að hjálpa til við að lyfta sér upp!!