Ég held að það sé betra að fara til sálfræðings af því að hann er óhræddur við að spurja mann spurninga og er menntaður í því að hjálpa fólki, þótt að það sé gott að tala við vini sína, þeir taka náttúrulega málstað vinar síns í vandamálum og erfiðleikum og þora kannski ekki að segja það sem þeim finnst af því að þeir eru hræddir við að særa. Hjá sálfræðingi kemst maður að rótum vandans, það er oft mikið að þegar fólk fellur í þunglyndi, það er ekki bara eitthvað eitt sem gerir það að verkum, heldur alveg fullt af vandamálum en það er bara eitt sem fyllir mælinn en hellingur að vinna úr, getur byrjað þegar maður var lítill og er að byrgja ómeðvitað inni. ég hef reyndar aldrei farið til sálfræðings en ég hef mikinn áhuga á sálfræði, en ég þyrfti að fara til sálfræðings til þess að greiða úr mínum málum sem eru alveg trilljón. En það er alltaf auðveldara að ráðleggja heldur en að fara eftir því.
Frjals ég skal gera mitt besta til þess að reyna að lýsa þunglyndi.
Maður tekur ekki eftir þessu þegar þetta er að byrja, maður er bara eitthvað dapur og þreyttur, en svo allt í skellur maður í gólfið, maður fattar ennþá ekki hvað sé að, maður er dapur og finnst allt ömurlegt og eftir því sem maður sekkur lengra því svartsýnni verður maður. Svo verður þetta þannig að þú kemst ekki út úr rúminu, bara meikar ekki að vakna, ef þér tekst að staulast framm þá leggstu upp í sófa eða eitthvað og meikar ekki að fara á klósettið eða að fá þér að borða eða kaffisopa. Þú ferð að einangra þig frá fólki, þorir ekki út í búð við þá hættu að hitta einhvern sem þú þekkir, þér finnst allt sem þú gerir gerast rosalega hægt, heilinn hægir einhvernveginn á öllum hugsunum og hreyfingum þótt að þú sért ekkert að hreyfa hendurnar hægar en venjulega, þér finnst það bara. Þú hættir að hlægja, grætur við minnsta tilefni, hættir að sína svipbrigði þegar þú talar og ef þú sekkur ennþá dýpra þá taka sjálfsmorðs hugleiðingar við, stundum gerist það fyrr. Þú ferð að hugsa að engum þyki vænt um þig, þú sért bara að gera fólki greyða með því að fara. Svo endar þetta þannig að þú liggur nánast í dái, svipuð einkenni en þú ert með fulla meðvitund.
Þannig að ef þið þekkið einhvern sem er með þunglyndi, hugsið um hann, farið heimt til sjúklingsins og takið til fyrir hann, vaskið upp, hann hefur ekki orku í það sjálfur og liggur bara í draslinu og vill sofa. Reyni að draga viðkomandi eitthvað út, það tekst mjög líklega ekki og þá er best að ýta ekki á hann, eða bara vera hjá honum og spjalla eða horfa á video. Látið persónuna vita að þið vitið að þetta sé ekki leti í þeim og fáið hann til þess að fara til sálfræðings, pantið tíma fyrir hann, hann á ekki eftir að gera það og keyrið hann þangað, annars á hann ekki eftir að fara. Þetta er algjört helvíti en það er hægt að laga það, því fyrr því betra.
Kveðja
HJARTA