Þetta er ekkert sérlega rómantíkst málefni..en ég ætla samt að
setja þetta hérna.
Ég og kærastinn minn getum aldrei skipt húsverkunum á milli okkar
þannig að okkur finnist það sanngjarnt…miðað við hvernig við erum
að vinna og allt það. Og það sem er kannski leiðinlegra er að mér
finnst oft það sem hann gerir miklu verr gert en ég vildi hafa það,
en það er auðvitað bara smámunasemi í mér. Ótrúlegt hvað maður
getur eytt miklu púðri í eitthvað svona ómerkilegt.
Og svo er hann alltaf að tala um að ég sjái bara það sem hann gerir
illa og ég hrósi honum aldrei ef hann gerir eitthvað vel og
svoleiðis…það er bara svo asnalegt að segja…vá þú eldaðir án
þess að rústa eldhúsinu eða vá hvað baðherbergið er vel skúrað. En
þetta er kannski eitthvað sem maður gæti alveg sagt. En að þessu
leyti held ég að karlmenn séu eins og börn, þeir vilja fá hrós
fyrir að hjálpa “mömmu”.
En þetta voru bara smá pælingar hjá mér :)
Kveðja, Xenia