Það hefur borið á því milkið að fólk sendi tengla inn í vitlausa flokka.
Ég vil setja hér nokkrar “reglur” sem ég mælist til að þið fylgið því þá fáið þið tengilinn ykkar örugglega samþykktan (ef tengillinn vísar á viðeigandi síðu auðvitað líka).
1. Sendi tengla um hljómsveitir í HLJÓMSVEITA flokkinn. Það er valið í svona “drop down” lista og er seinni valmöguleikinn þar. Endilega bæði að senda inn heimasíður íslenskra jafnt sem erlendra hljómsveita.
2. Ekki skýra Tengilinn “Geðveik síða” skírið hann nöfnum eins og “Foo Fighters, Official síðan”. Reynið þá líka að hafa nafn hljómsveitarinnar fremst í nafni tengilsins því tenglarnir raðast eftir stafarófsröð og fólk leitar að nafni hljómsveitarinnar:
dæmi:
“Foo Fighters, Official síðan” <- kemur í f svæðið mjög fínt.
“Official Foo Fighers síðan” <- verra
“Heimasíða Foo Fighters” <- alveg jafn slæmt
“Heimsíða sem rokkar” <- hræðilegt
Nóg er líka að hafa bara nafnið á hljómsveitinni “Foo Fighters” en reyna þá að setja ýtarlegri upplýsingar í lýsinguna.
3. Í lýsingunni er gott að segja hvað vefurinn hefur að geyma svo sem “tabs”, textar, myndir, sögu hljómsveitarinnar o.s.frv.
Þetta er skrifað til þess að fólk eigi auðveldara með að skoða tenglana án þess að þurfa að leita milkið í þeim.
kv.
Tannbursti