Í sambandi við það að senda inn kannanir þá langar mig að benda ykkur á fáein atriði:

1.“Hver er best/ur” kannanir eru leiðingjarnar, þreyttar og benda til skorts á tónlistarlegum þroska sem og hugmyndaflugi til að gera betri kannanir… þeim er eytt án þess að hika svo þið getið bara sleppt því að senda þær inn.

2.Þegar verið er að metast um gæði tónlistar þá verður líka að setja nógu marga valmöguleika, það verður ALLTAF að vera “hlutlaus” möguleiki.

3.Ef fólk ÞARF að vera að metast á hvor er betri, Linkin Park eða Metallica þá verður að gera það almennilega.
dæmi:
_______________
Hver er best?

*Linking Park
*Medalica
*stig!
________________

Þessi könnun er alveg hræðileg vegna þess að það vantar hlutlausan möguleika, það eru stavsedningarvillur í henni og ég HATA stavsedningarvillur og það er stigamöguleiki en það er LÖNGU síðan hætt að gefa stig fyrir skoðanakannanir.
Einnig mætti titillinn vera betri… reynum aftur:

_____________________________________
Hvor (hljómsveitin) finnst þér betri?

*Linkin Park
*Metallica
*Hvorug þeirra góð
*Báðar betri
_____________________________

Þessi skoðanakönnun tæklar alla möguleikanna og það er ekki vitlaust farið með nöfn heimsfrægra hljómsveita sem er alveg óþolandi.

Ég held að þetta sé bara allt… endilega farið eftir þessu fyrir skemmtilegra og metnaðarfyllra áhugamál.

Kveðja, Pixie.

P.S. Ofur-Adminar mega tileinka sér þetta þegar þeir eru að samþykkja kannanir fram hjá mér og öðrum adminu þessa áhugamáls.