Núna er komið að laginu Nutshell með Alice In Chains sem var tekið upp á Unplugged tónleikum sveitarinnar og er þetta einstaklega fallegt lag að mínu mati.
Mig langaði líka til að heiðra minningu Layne Staley , sá mikla snillings sem sést hér syngja í myndbandinu, en hann lést árið 2002 af völdum eiturlyfja.
Og þess má til gamans geta að Metallica voru meðal áhorfenda þegar þetta var tekið upp enda eru þeir í Metallica miklir aðdáendur Layne Staley og félaga í Alice in Chains.