Hasselhoff var eins og ofar sagði ótrúlega vinsæll í Þýskalandi og átti hann stóran þátt í falli Berlínarmúrsins, og flutti einmitt þetta lag, Looking for Freedom þegar múrinn féll. Eftir að hafa sigrað Evrópu voru Bandaríkin næst. Hasselhoff hélt magnaða tónleika í Atlantic City sem einnig voru sýndir í pay per view sjónvarpsútsendingu en svo ótrúlega óheppilega vildi til að þetta sama kvöld var OJ Simpson að flýja undan lögreglunni í beinni útsendingu og átti Hasselhoff því ekki séns í keppninni um áhorfendur.
Ég hvet alla til að kynna sér feril þessa mikla meistara betur, en eftir hann liggja klassískar perlur eins og Jump in my car, Hooked on a feeling, Back in the USSR og svo auðvitað Baywatch lagið sjálft.
Don't Hassel the Hoff!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _